Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 23:32 Ruben Dias og félagar í Manchester City eru vanir því að vinna flesta leiki en hafa nú ekki unnið í sjö leikjum í röð. getty/Carl Recine Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, reiddist fréttamanni eftir ítrekaðar spurningar um það hvernig leikmenn liðsins reyndu að takast á við versta gengi þess í háa herrans tíð. Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United. Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira