Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 23:02 Námuvinnsla sjaldgæfra málma er ekki falleg. Þessi náma er í innri Mongólíu í Kína en Kínverjar grafa bróðurpart þessara mikilvægu málma úr jörðu. Getty/Wu Changqing Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag bann við útflutningi nokkurra tegunda svokallaðra „sjaldgæfra málma“ til Bandaríkjanna. Það er í kjölfar þess að ríkisstjórn Joes Biden tilkynnti aðgerðir til að sporna gegn aðgengi Kínverja af mikilvægri tækni frá Bandaríkjunum. Sjaldgæfir málmar eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja, hálfleiðara og örflaga og þar af leiðandi mjög mikilvægir í framleiðslu hergagna. Ráðamenn í Kína vísa til þjóðaröryggis, ákvörðun þeirra til stuðnings. Í grein New York Times segir að bannið nái yfir gallíum, germaníum og antímon, auk þess sem bannið nær yfir svokölluð ofurhörð efni, eins og tungsten, og stendur þar að auki til þess að takmarka útflutning á grafíti til Bandaríkjanna. Galíum og germaníum er að mestu notað í hálfleiðara en germaníum er einnig notað við innrauða tækni, ljósleiðara og sólarsellur. Antímon er notað í byssukúlur og annarskonar vopn. Samkvæmt Reuters hefur tilkynningin í dag aukið áhyggjur varðandi það að ráðamenn í Peking gætu hæglega bannað útflutning á fleiri og algengari málmum eins og nikkel og kóbolt. Í Bandaríkjunum má finna eina nikkel-námu og er búist við því að nikkelið muni klárast þar árið 2028. Kínverjar með yfirburðastöðu Þessa svokölluðu sjaldgæfu málma má finna í skorpu jarðarinnar og í töluverðu magni. Hins vegar eru þeir ekki í æðum eða á takmörkuðum svæðum heldur dreifðir í bergi. Við námuvinnslu málmanna þarf að grafa upp mikið magn jarðvegs og brjóta berg í tonnavís fyrir nokkur grömm af málmum. Námugröftur þessara málma er því erfiður og kostnaðarsamur. Þá hefur gröfturinn og vinnsla málmanna töluvert slæm áhrif á umhverfið. Sjá einnig: Heimsveldin og auðlindir Grænlands Vinnsla sjaldgæfra málma er hvergi meiri en í Kína en ríkið hefur verið talið með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á því sviði. Þegar kemur að tilteknum málmum er markaðshlutdeild Kína allt að 99 prósent. Því spilar ríkið mikilvægt hlutverk í birgðakeðjum margra ríkja heims. Hér má sjá stutt fjögurra ára gamalt myndband Financial Times um sjaldgæfa málma og yfirráð Kínverja á þeim markaði. Í fyrra voru sett á lög í Kína sem gera yfirvöldum auðveldara að takmarka útflutning sjaldgæfra málma og var fyrirtækjum sem selja málma úr landi gert að gera grein fyrir því í hvað þeir yrðu notaðir. Víða er unnið að því í heiminum að auka vinnslu á sjaldgæfum málum og á það sérstaklega við Vesturlönd, þar sem ráðamenn þar vilja draga úr áhrifum Kínverja á birgðakeðjur þeirra Slæmt samband versnar Eins og áður hefur komið fram hefur Joe Biden unnið að því að draga úr aðgangi Kínverja að bandarískri tækni og þá sérstaklega tækni varðandi hálfleiðara og örflögur.. Þá hefur Donald Trump, verðandi forseti, heitið því að beita umfangsmiklum tollum á vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna frá Kína. Sjá einnig: Vona að Musk takmarki tolla Trumps Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka. Útlit er fyrir að viðskiptadeilur ríkjanna gæti náð nýjum hæðum þegar Trump tekur við embætti en hann hefur tilnefnt nokkra menn í embætti í ríkisstjórn sinni sem hafa lýst yfir vilja til að fara í hart við Kínverja. Kína Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sjaldgæfir málmar eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja, hálfleiðara og örflaga og þar af leiðandi mjög mikilvægir í framleiðslu hergagna. Ráðamenn í Kína vísa til þjóðaröryggis, ákvörðun þeirra til stuðnings. Í grein New York Times segir að bannið nái yfir gallíum, germaníum og antímon, auk þess sem bannið nær yfir svokölluð ofurhörð efni, eins og tungsten, og stendur þar að auki til þess að takmarka útflutning á grafíti til Bandaríkjanna. Galíum og germaníum er að mestu notað í hálfleiðara en germaníum er einnig notað við innrauða tækni, ljósleiðara og sólarsellur. Antímon er notað í byssukúlur og annarskonar vopn. Samkvæmt Reuters hefur tilkynningin í dag aukið áhyggjur varðandi það að ráðamenn í Peking gætu hæglega bannað útflutning á fleiri og algengari málmum eins og nikkel og kóbolt. Í Bandaríkjunum má finna eina nikkel-námu og er búist við því að nikkelið muni klárast þar árið 2028. Kínverjar með yfirburðastöðu Þessa svokölluðu sjaldgæfu málma má finna í skorpu jarðarinnar og í töluverðu magni. Hins vegar eru þeir ekki í æðum eða á takmörkuðum svæðum heldur dreifðir í bergi. Við námuvinnslu málmanna þarf að grafa upp mikið magn jarðvegs og brjóta berg í tonnavís fyrir nokkur grömm af málmum. Námugröftur þessara málma er því erfiður og kostnaðarsamur. Þá hefur gröfturinn og vinnsla málmanna töluvert slæm áhrif á umhverfið. Sjá einnig: Heimsveldin og auðlindir Grænlands Vinnsla sjaldgæfra málma er hvergi meiri en í Kína en ríkið hefur verið talið með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á því sviði. Þegar kemur að tilteknum málmum er markaðshlutdeild Kína allt að 99 prósent. Því spilar ríkið mikilvægt hlutverk í birgðakeðjum margra ríkja heims. Hér má sjá stutt fjögurra ára gamalt myndband Financial Times um sjaldgæfa málma og yfirráð Kínverja á þeim markaði. Í fyrra voru sett á lög í Kína sem gera yfirvöldum auðveldara að takmarka útflutning sjaldgæfra málma og var fyrirtækjum sem selja málma úr landi gert að gera grein fyrir því í hvað þeir yrðu notaðir. Víða er unnið að því í heiminum að auka vinnslu á sjaldgæfum málum og á það sérstaklega við Vesturlönd, þar sem ráðamenn þar vilja draga úr áhrifum Kínverja á birgðakeðjur þeirra Slæmt samband versnar Eins og áður hefur komið fram hefur Joe Biden unnið að því að draga úr aðgangi Kínverja að bandarískri tækni og þá sérstaklega tækni varðandi hálfleiðara og örflögur.. Þá hefur Donald Trump, verðandi forseti, heitið því að beita umfangsmiklum tollum á vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna frá Kína. Sjá einnig: Vona að Musk takmarki tolla Trumps Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka. Útlit er fyrir að viðskiptadeilur ríkjanna gæti náð nýjum hæðum þegar Trump tekur við embætti en hann hefur tilnefnt nokkra menn í embætti í ríkisstjórn sinni sem hafa lýst yfir vilja til að fara í hart við Kínverja.
Kína Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira