Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2024 08:52 Diddy hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot, auk þess sem fjöldi einstaklinga hefur lagt fram kærur á hendur honum. Jordan Strauss/Invision/AP Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. Atvikið er sagt hafa átt sér stað heima hjá þáverandi kærustu Combs, Casöndru „Cassie“ Ventura, sem þá bjó á sautjándu hæð. Bongolan segist hafa ætlað að gista nóttina hjá Ventura en kvöldið hafi verið truflað þegar Combs hóf að berja á dyrnar hjá þeim. Samkvæmt málsskjölunum fór Combs út á svalir þegar inn var komið, gekk að Bongolan, greip kynferðislega í hana og lyfti henni því næst upp og lét hana hanga fram af svölunum. Bongolan vó um það bil 45 kíló á þessum tíma og gat engan veginn losað sig. Það var ekki fyrr en Ventura kom út á svalirnar sem Combs dró Bongolan aftur inn á svalirnar og kastaði henni utan í húsgögn sem þar voru. Bongolan segist ekki vita hvers vegna Combs réðist að henni með þessum hætti en hann er sagður hafa hótað henni ítrekað og beitt hana ofbeldi. Bongolan krefst 10 milljóna dala í miskabætur. Lögmaður Combs hefur neitað sök fyrir hönd tónlistarmannsins en það vekur athygli að frásögn Bongolan rímar við frásögn sem finna má í skjölum málsins sem Ventura sótti á hendur Combs á sínum tíma. Þar sagði að hann hefði gripið vinkonuhennar og sveiflað fram af svölum. Mál Ventura gegn Combs endaði með sátt. Combs hélt því fram að hann væri saklaus af öllum ásökunum kærustunnar fyrrverandi, þar til myndband var birt af honum ganga í skrokk á henni á hótelgangi. Combs situr nú í gæsluvarhaldi í New York og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn tryggingu. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Atvikið er sagt hafa átt sér stað heima hjá þáverandi kærustu Combs, Casöndru „Cassie“ Ventura, sem þá bjó á sautjándu hæð. Bongolan segist hafa ætlað að gista nóttina hjá Ventura en kvöldið hafi verið truflað þegar Combs hóf að berja á dyrnar hjá þeim. Samkvæmt málsskjölunum fór Combs út á svalir þegar inn var komið, gekk að Bongolan, greip kynferðislega í hana og lyfti henni því næst upp og lét hana hanga fram af svölunum. Bongolan vó um það bil 45 kíló á þessum tíma og gat engan veginn losað sig. Það var ekki fyrr en Ventura kom út á svalirnar sem Combs dró Bongolan aftur inn á svalirnar og kastaði henni utan í húsgögn sem þar voru. Bongolan segist ekki vita hvers vegna Combs réðist að henni með þessum hætti en hann er sagður hafa hótað henni ítrekað og beitt hana ofbeldi. Bongolan krefst 10 milljóna dala í miskabætur. Lögmaður Combs hefur neitað sök fyrir hönd tónlistarmannsins en það vekur athygli að frásögn Bongolan rímar við frásögn sem finna má í skjölum málsins sem Ventura sótti á hendur Combs á sínum tíma. Þar sagði að hann hefði gripið vinkonuhennar og sveiflað fram af svölum. Mál Ventura gegn Combs endaði með sátt. Combs hélt því fram að hann væri saklaus af öllum ásökunum kærustunnar fyrrverandi, þar til myndband var birt af honum ganga í skrokk á henni á hótelgangi. Combs situr nú í gæsluvarhaldi í New York og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn tryggingu.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira