Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. desember 2024 15:03 Laufey Lín og Bjarki eru á lista yfir 30 einstaklinga undir 30 ára sem hafa skarað fram úr í tónlistarheiminum á árinu sem er að líða. Tveir Íslendingar eru á lista Forbes tímaritsins yfir þrjátíu einstaklinga yngri en þrjátíu ára sem hafa náð sem mestri velgengni í tónlistarheiminum á árinu sem er senn á enda. Það eru þau Laufey Lín Jónsdóttir og Bjarki Lárusson. Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey. Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira
Laufey þarf vart að kynna er yngst til að hljóta Grammy-verðlaun í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu. Í júlí var Laufey sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Sjá: Laufey Lín á lista Forbes Framúrskarandi tæknilausnir í tónlist Bjarki er einn af stofnendum tónlistar- og tæknifyrirtækisins Too lost, ásamt Gregory Hirschhorn og Alex Silverstein, sem gerir tónlistarmönnum kleift að spila og dreifa tónlist sinni á öllum helstu kerfum eins og Spotify, Apple Music, TikTok, Amazon Music og Meta rásum - og halda 100% af tekjum sínum. Too Lost býður tónlistarmönnum aðgang að ítarlegum greiningum á sölu-, streymi- og heildartekjugögnum á stafrænum vettvangi. Þjónustan gerir listamönnum einnig kleift að fá tekjur byggðar á frammistöðu þeirra, þar með talið greiðslum vegna höfundarréttar. Fyrirtækið byggir viðskipti sín á blöndu af áskriftum, fjármögnun þóknana, virkjun á stafrænum vettvangi og afgreiðslugjöldum. Þessar lausnir hafa gert Too Lost að arðbæru fyrirtæki, og samkvæmt fyrirtækinu námu heildartekjur þess 22 milljónir dala árið 2023. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í New York, með skrifstofum í Los Angeles, Barcelona og Reykjavík. Sjá: Too lost á lista Forbes Á listanum er einnig að finna þekkta tónlistarmenn á borð við Tyla, Zach Bryan og Shaboozey.
Tónlist Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira