Innherji

Er­lendir fjár­festar með nærri helminginn í um fimm milljarða út­boði Amaroq

Hörður Ægisson skrifar
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, segir að í framhaldi af góðum rannsóknarniðurstöðum og þeim áfanga að framleiða fyrsta gull í Nalunaq horfum félagið björtum augum á árið 2025. Hlutafjáraukningunni er ætlað að hraða vexti í eignasafni Amaroq á Grænlandi,
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, segir að í framhaldi af góðum rannsóknarniðurstöðum og þeim áfanga að framleiða fyrsta gull í Nalunaq horfum félagið björtum augum á árið 2025. Hlutafjáraukningunni er ætlað að hraða vexti í eignasafni Amaroq á Grænlandi,

Hlutabréfaverð Amaroq hefur hækkað nokkuð á markaði eftir að félagið sótti sér jafnvirði nærri fimm milljarða króna í nýtt hlutafé, meira en upphaflega var áformað vegna umframeftirspurnar fjárfesta, aðeins nokkrum dögum eftir að það hóf framleiðslu á gulli í Suður-Grænlandi. Erlendir sjóðir voru umsvifamiklir þátttakendur í útboðinu, með tæplega helminginn af heildarstærð þess, en Amaroq hefur núna sett stefnuna á aðalmarkað í London.


Tengdar fréttir

Hækk­ar verð­mat Amar­oq sem er 38 prós­ent yfir mark­aðs­verð­i

Bandaríska fjármálafyrirtækið Stifel hefur hækkað markgengi sitt á auðlindafyrirtækinu Amaroq Minerals um tólf prósent frá því í febrúar. Meðal annars er bent að verð á gulli hafi hækkað um 15 prósent og að styttra sé að í að fyrirtækið fari að afla tekna. Í verðmatinu er gert ráð fyrir að það hagnist um tvo milljarða á næsta ári en fyrirtækið afli ekki tekna í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×