Sport

Dag­skráin í dag: Hlað­borð af körfu­bolta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Devon Thomas og félagar í Grindavík heimsækja Njarðvík í Bónus deild karla í kvöld.
Devon Thomas og félagar í Grindavík heimsækja Njarðvík í Bónus deild karla í kvöld. vísir/jón gautur

Bónus deild karla í körfubolta á sviðið á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá fjórum leikjum og þá verður hægt að fylgjast með þeim öllum samtímis í Skiptiborðinu.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:55 verður upphitun GAZ-ins sýnd.

Klukkan 19:10 er komið að Skiptiborðinu þar sem flakkað verður á milli leikja í Bónus deild karla.

Klukkan 21:00 hefjast Tilþrifin en þar verða leikirnir fjórir í Bónus deild karla gerðir upp.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá leik Njarðvíkur og Grindavíkur í Bónus deild karla.

Bónus deildin 1

Klukkan 19:10 verður sýnt beint frá leik Vals og Hauka í Bónus deild karla.

Bónus deildin 2

Klukkan 19:10 er komið að beinni útsendingu frá leik KR og ÍR í Bónus deild karla.

Bónus deildin 3

Klukkan 19:10 hefst bein útsending frá leik Þórs Þ. og Hattar í Bónus deild karla.

Vodafone Sport

Klukkan 17:50 verður leikur Stuttgart og Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sýndur beint.

Klukkan 00:05 er svo komið að beinni útsendingu frá leik Buffalo Sabres og Winnipeg Jets í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×