Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar 4. desember 2024 20:03 Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Jól Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Jólin geta verið tilfinningaríkur tími, enda tími samveru með fjölskyldu og ástvinum. Það getur því verið einstaklega erfitt þegar við förum í gegnum þennan tíma ársins eftir að missa ástvin. Þegar við erum nýbúin að upplifa ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvernig líkami og hugur bregst við álagi eins og því álagi sem fylgir undirbúningi jóla. Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja og okkur finnst við vera að drukkna í erfiðum tilfinningum og upplifunum. Sum upplifa að það sé stutt í tárin og verða viðkvæmari, finna fyrir auknum pirring, reiði, kvíða eða áhyggjum yfir því hvernig þeim muni líða eða hvort þau komist í gegnum þetta tímabil. Líkamleg einkenni eins og orkuleysi, minni matarlyst og þreyta eru einnig algeng. Allar þessar tilfinningar eru þó eðlilegar og flest þau sem hafa misst ástvin upplifa þessa líðan, í mismiklu mæli þó. Gott er því að hafa eftirfarandi atriði í huga næstu daga og vikur. Settu mörk Gefðu þér leyfi til að vera og gera eins og þér hentar best, í samvinnu við þitt nánasta fólk. Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi, fáðu aðstoð og vertu sparsöm/samur á orku þína og tíma eftir getu hvers dags. Þetta er ekki rétti tíminn til að setja sjálfan sig í síðasta sæti til að þóknast öðrum. Vegna þeirra erfiðu og óútreiknanlegu einkenna sem fylgja sorginni, er mikilvægt að þú sért í opnum samskiptum við fólk sem þú treystir fyrir líðan þinni, en þér finnist þú ekki þurfa setja upp leikrit um að allt sé í lagi. Hvíldu þig Sorgarferlið getur verið óútreiknanlegt, sérstaklega þegar stutt er síðan við upplifðum missi. Þú gætir upplifað að sorgin hellist yfir þig á ólíklegustu stundum og að það valdi þér kvíða eða depurð hversu óstjórnleg hún er. Það er því gott að gefa sér tíma fyrir sig í ró og næði, t.d slaka á með kaffibolla, sitja í ró með vini, farir í göngutúr eða lesir góða bók. Einnig getur verið að það henti þér að hvílast á einhvern hátt einn með hugsanir þínar og tilfinningar. Ef þú upplifir aukna vanlíðan er gott að taka eina stund í einu og reyna að vera til staðar með líðan þinni. Reyndu að hægja á þér með því að anda nokkrum sinnum djúpt og taktu eftir því sem er að gerast. Þessi mikla vanlíðan mun ekki endast að eilífu því tilfinningar koma í bylgjum og líða hjá. Leyfðu þér að gráta Að gráta getur sumum fundist hjálplegt og er eðlilegur hluti sorgarinnar. Það er engin þörf á að halda niðri grátinum vegna þess að „jólin eiga að vera tími gleðinnar“. Tárin eru vitnisburður um hversu mikið þú elskar og saknar þess ástvinar sem þú misstir og þá ást þarf ekki að fela. Grátur losar jafnframt um tilfinningalega spennu sem safnast upp í líkamanum. Það er því gott ráð að gráta ef þörf er á og ef það þreytir þig, hvíldu þig... ef þú þarft að sofa, þá sofðu... og ef þú vilt brosa, geturðu brosað líka. Heiðraðu tilfinningar þínar. Þú þarft ekki að fórna þér bara af því að það eru jól. Gefðu þér það sem þú þarft og láttu aðra sjá um þig. Samstaða Ef fjölskyldan öll upplifði missi þá er gott að hjálpast að við að veita hvort öðru það sem hver og einn þarf hverju sinni. Gleðileg jól eru kærleiksrík jól þar sem við gefum okkur sjálfum og hvort öðru leyfi til að vera með tilfinningum okkar og upplifunum og mætum okkur með skilning og umhyggju. Ef vanlíðan þín verður þér ofviða þá skaltu leita þér hjálpar hjá einhverjum sem þú treystir eða hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: sími 1717. Höfundur er sálfræðingur, sérfæðingur í klíniskri sálfræði fullorðinna & eigandi Samkenndar Heilsuseturs.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun