Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið. Hið pínulitla stúdíó fékk nafnið upprunalega þegar X-ið var í Aðalstræti með stóran glugga út á Ingólfstorg. Þegar fólk horfði inn af torginu var eins og starfsmenn væru þar inni í fiskabúri.
Spacestation gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Þeir hafa lýst því yfir að ætlunin sé að endurvekja rokkhljóm sjöunda áratugarins og skapa „tónlist fyrir fallegt fólk.“ Hljómsveitin var mynduð árið 2021 af þeim Björgúlfi Jes Einarssyni og Víði Rúnarssyni. Við þá bættust Ólafur Andri Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannsson og Davíð Þór.