Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. desember 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni. Hvað þing Evrópusambandsins varðar yrði staða Íslands eilítið skárri þar í þessum efnum þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Allavega ekki enn. Þar yrði vægi Íslands um 0,8% eða sex þingmenn af vel yfir 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Hins vegar þarf einungis einfaldan meirihluta í þinginu en allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjöldans í ráðherraráðinu. Þetta yrði „sætið við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda óheimilt að draga taum heimalanda sinna. Hliðstætt á til að mynda við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur einungis þingflokksins sem hann tilheyrir innan þingsins. „Við áttum aldrei möguleika“ Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, um árið vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og þegar Írar urðu að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. […] Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn við Færeyinga var undirritaður. Hitt er svo annað mál að vaxandi áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda, þegar vægi ríkja þess er annars vegar, er afar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins að til verði að lokum sambandsríki. Þannig tekur fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings mið af íbúafjölda þeirra og það sama á sem kunnugt er við um fjölda þingmanna hvers kjördæmis hér á landi. Sætum ekki við sama borð Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu eftirleiðis á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Vægi ríkja Evrópusambandsins verður eðli málsins samkvæmt ekki samið um við einstök umsóknarríki enda um að ræða heildarfyrirkomulag sem nær til allra ríkja þess. Seint yrði samþykkt af ríkjum sambandsins að allt annar mælikvarði gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjöldann dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan þess. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tæki vægi landsins fyrst og fremst mið af íbúafjölda þess. Til að mynda þegar teknar væru ákvarðanir varðandi sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er skilgreint sem valdamesta stofnun þess. Vægi Íslands þar yrði þannig í langflestum tilfellum aðeins um 0,08% eða á við 5% hlut í alþingismanni. Hvað þing Evrópusambandsins varðar yrði staða Íslands eilítið skárri þar í þessum efnum þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Allavega ekki enn. Þar yrði vægi Íslands um 0,8% eða sex þingmenn af vel yfir 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Hins vegar þarf einungis einfaldan meirihluta í þinginu en allajafna 55% ríkjanna með 65% íbúafjöldans í ráðherraráðinu. Þetta yrði „sætið við borðið“. Hvað varðar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eiga ríki þess í raun ekki fulltrúa í henni. Þeir sem þar sitja eru fyrst og síðast embættismenn sambandsins enda óheimilt að draga taum heimalanda sinna. Hliðstætt á til að mynda við um forseta þings Evrópusambandsins. Einstaklingurinn sem vermir það sæti hverju sinni er ekki fulltrúi heimalands síns heldur einungis þingflokksins sem hann tilheyrir innan þingsins. „Við áttum aldrei möguleika“ Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, um árið vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og þegar Írar urðu að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. […] Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn við Færeyinga var undirritaður. Hitt er svo annað mál að vaxandi áherzla Evrópusambandsins á íbúafjölda, þegar vægi ríkja þess er annars vegar, er afar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan sambandsins að til verði að lokum sambandsríki. Þannig tekur fjöldi þingmanna hvers ríkis Bandaríkjanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings mið af íbúafjölda þeirra og það sama á sem kunnugt er við um fjölda þingmanna hvers kjördæmis hér á landi. Sætum ekki við sama borð Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu eftirleiðis á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Vægi ríkja Evrópusambandsins verður eðli málsins samkvæmt ekki samið um við einstök umsóknarríki enda um að ræða heildarfyrirkomulag sem nær til allra ríkja þess. Seint yrði samþykkt af ríkjum sambandsins að allt annar mælikvarði gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjöldann dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan þess. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun