Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Deila Georges Russell og Max Verstappen er ansi harðvítug. getty/Bryn Lennon George Russell, ökumaður Mercedes, hefur svarað Max Verstappen. Hann segir að heimsmeistarinn hafi hótað að klessa á hann í kappakstrinum í Katar og meiða hann. Russell og Verstappen lenti saman í Katar um síðustu helgi. Verstappen var ósáttur við hversu hart Russell gekk fram í tilraun sinni til að láta refsa heimsmeistaranum eftir tímatökur. Ráspólinn var tekinn af Verstappen eftir að hann þótti hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna. Russell fékk ráspólinn eftir úrskurð keppnisstjórnar. Þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vann Verstappen kappaksturinn í Katar. Eftir hann lét hann Russell heyra það og sagðist hafa misst alla virðingu fyrir honum. Russell hefur nú svarað fyrir sig. Honum segist hafa brugðið þegar Verstappen hótaði að aka viljandi á hann. „Hann sagðist ætla að klessa á mig og setja hausinn á mér í vegginn. Ég veit að þetta var sagt í hita leiksins en daginn eftir vorum við að grínast með [Sergio] Perez og Carlos [Sainz] og ég sá að hann meinti þetta,“ sagði Russell. „Hann er fjórfaldur meistari. Lewis [Hamilton] er meistari að mínu skapi. Harður en sanngjarn. Fer aldrei yfir strikið. Að heimsmeistari segi að hann ætli að leggja sig fram um að klessa á einhvern og setja hann á hausinn er ekki fordæmið sem við ættum að sýna.“ Verstappen gaf lítið fyrir þessi ummæli Russells í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. Hann sagði Russell vera svikulan vesaling og kvaðst ekki hafa sagt það sem hann sakaði hann um. „Það er ekki satt. Ég sagði þetta ekki svona. Hann er að reyna að ýkja þetta aftur,“ sagði Verstappen. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Abú Dabí um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Russell og Verstappen lenti saman í Katar um síðustu helgi. Verstappen var ósáttur við hversu hart Russell gekk fram í tilraun sinni til að láta refsa heimsmeistaranum eftir tímatökur. Ráspólinn var tekinn af Verstappen eftir að hann þótti hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna. Russell fékk ráspólinn eftir úrskurð keppnisstjórnar. Þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vann Verstappen kappaksturinn í Katar. Eftir hann lét hann Russell heyra það og sagðist hafa misst alla virðingu fyrir honum. Russell hefur nú svarað fyrir sig. Honum segist hafa brugðið þegar Verstappen hótaði að aka viljandi á hann. „Hann sagðist ætla að klessa á mig og setja hausinn á mér í vegginn. Ég veit að þetta var sagt í hita leiksins en daginn eftir vorum við að grínast með [Sergio] Perez og Carlos [Sainz] og ég sá að hann meinti þetta,“ sagði Russell. „Hann er fjórfaldur meistari. Lewis [Hamilton] er meistari að mínu skapi. Harður en sanngjarn. Fer aldrei yfir strikið. Að heimsmeistari segi að hann ætli að leggja sig fram um að klessa á einhvern og setja hann á hausinn er ekki fordæmið sem við ættum að sýna.“ Verstappen gaf lítið fyrir þessi ummæli Russells í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. Hann sagði Russell vera svikulan vesaling og kvaðst ekki hafa sagt það sem hann sakaði hann um. „Það er ekki satt. Ég sagði þetta ekki svona. Hann er að reyna að ýkja þetta aftur,“ sagði Verstappen. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Abú Dabí um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira