Handbolti

Arnar Birkir á­fram heitur í öðrum sigri Amo í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánsson hefur spilað vel að undanförnu.
Arnar Birkir Hálfdánsson hefur spilað vel að undanförnu. vísir/vilhelm

Nokkrir Íslendingar komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk fyrir Amo sem sigraði Önnereds, 36-37, á útivelli. Þetta var annar sigur Amo í röð. Liðið er í 12. sæti af fjórtán liðum. Arnar Birkir skoraði níu mörk í síðasta leik Amo, 34-29 sigri á Skövde.

Lið Tryggva Þórissonar, Sävehof, hafði betur gegn Kristianstad sem Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með, 33-29. 

Tryggvi var ekki á meðal markaskorara hjá Sävehof sem jafnaði Kristianstad að stigum með sigrinum í kvöld. Einar Bragi skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad.

Íslendingalið Karlskrona tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið sótti Ystad heim. Lokatölur 34-30, Ystad í vil.

Dagur Sverrir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Karlskrona en Ólafur Guðmundsson var ekki á meðal markaskorara. Þorgils Jón Svölu Baldursson var ekki í leikmannahópi liðsins. Phil Döhler, fyrrverandi markvörður FH, stóð vaktina í marki Karlskrona sem er í 6. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×