Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 21:36 Feðgarnir Baldur Fritz Bjarnason og Bjarni Fritzson. Bjarni er þjálfari ÍR en Baldur markahæsti leikmaður liðsins í vetur. Hann skoraði átta mörk gegn Gróttu. vísir/bjarni Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni. Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Fleiri fréttir Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Sjá meira
Baldur Fritz Bjarnason skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga sem hafa náð í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum sínum. Þeir eru í ellefta og næstsíðasta sæti deildarinnar með átta stig. Róbert Snær Örvarsson skoraði sex mörk fyrir ÍR, þar á meðal jöfnunarmarkið rúmri mínútu fyrir leikslok. Hann gat tryggt ÍR-ingum sigurinn en lokaskot hans geigaði. Gamla brýnið Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Breiðhyltinga og varði átta af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig (57 prósent). Seltirningar eru í 8. sæti deildarinnar með tíu stig en þeir hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Grótta var tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en kastaði sigrinum frá sér. Sæþór Atlason var markahæstur í liði Gróttumanna með sjö mörk. Jón Ómar Gíslason skoraði fimm mörk. Birkir lokaði markinu FH vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði HK örugglega að velli, 30-21. HK-ingar unnu fyrri leikinn gegn FH-ingum en sáu ekki til sólar í kvöld. FH er á toppi deildarinnar með 21 stig en HK er í 10. sætinu með átta stig. Símon Michael Guðjónsson skoraði átta mörk fyrir FH og Jóhannes Berg Andrason sex. Birkir Fannar Bragason átti frábæra innkomu í markið hjá FH-ingum og varði fjórtán skot (53,8 prósent). Hjörtur Ingi Halldórsson og Kári Tómas Hauksson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK sem tapaði boltanum fimmtán sinnum í leiknum og var aðeins með fimmtíu prósent skotnýtingu. Reynir kom að fimmtán mörkum Fram komst aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir FH og vann botnlið Fjölnis, 28-36. Framarar eru í 3. sæti deildarinnar með sextán stig en Fjölnismenn eru áfram með sín sex stig. Reynir Þór Stefánsson og Theodór Sigurðsson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Fram. Sá fyrrnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Arnór Máni Daðason og Breki Hrefn Árnason vörðu samtals sautján skot í marki Framara (37,8 prósent). Óðinn Freyr Heiðmarsson og Björgvin Páll Rúnarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Fjölni sem hefur tapað fimm leikjum í röð.
Olís-deild karla Grótta ÍR FH HK Fjölnir Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Fleiri fréttir Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding bar sigurorð af Val, 29-25, í stórleiknum í Olís-deild karla í kvöld. 5. desember 2024 21:05
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti