Körfubolti

Val­kyrjur ekki bara í verðandi ríkis­stjórn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýjasta liðið í WNBA deildinni í körfubolta er Valkyrjunar frá Golden State. Þjálfari liðsins er Natalie Nakase.
Nýjasta liðið í WNBA deildinni í körfubolta er Valkyrjunar frá Golden State. Þjálfari liðsins er Natalie Nakase. Getty/Ezra Shaw

Valkyrjur eru mikið fréttum á Íslandi eftir alþingiskosningarnar á dögunum en hinum megin við hafið má einnig finna nýjar valkyrjur.

„Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ sagði Inga Sæland að loknum fyrsta fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins en flokkarnir eru nú í stjórnarmyndunarviðræðum.

Þær eru samt ekki einu Valkyrjurnar sem eru að stíga sín fyrst spor á stóra sviðinu á komandi mánuðum.

Nýjast liðið í WNBA deildinni í körfubolta hefur nefnilega einnig tekið sér þetta nafn.

Eigendur Golden State Warriors hafa sett á laggirnar kvennalið sem ber nafnið Golden State Valkyries. Þar er vísað sömu valkyrjur og finnast í goðafræðinni.

Valkyrjurnar spila sitt fyrsta tímabil í WNBA á næsta ári en liðið spilar heimaleikina sína í sömu höll og Warriors. Hún heitir Chase Center, er í San Francisco og er ein nýjasta höllin í NBA.

Félagið var formlega opinberað í október 2023 og fékk gælunafnið Valkyrjurnar í maí á þessu ári.

Í október síðastliðnum var Natalie Nakase ráðin þjálfari liðsins en hún var um tíma aðstoðarþjálfari hjá Los Angeles Clippers.

Liðið er eins og er ekki með neina leikmenn en mun fá að velja úr hópi leikmanna frá öllum hinum liðum WNBA deildarinnar auk þess að taka þátt í komandi nýliðvali.

Í gær voru nýir búningar liðsins kynntir og þá er merki félagsins einnig klárt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×