Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2024 07:56 Leikskólinn Laugasól við Leirulæk var reistur 1965. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18