Ætla að samþykkja tilboð JBT og vonast til að margir hluthafar haldi eftir bréfum
![Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir í samtali við Innherja að lífeyrissjóðurinn sé búin að hafa góðan tíma til að skoða málið vel og vandlega og ætli sér að taka tilboðinu frá JBT í Marel.](https://www.visir.is/i/F3600BB4E3BC35101A3DEF39D92330025499140ACB91B253C7C2399092A8F722_713x0.jpg)
Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/883E888ED36113BFB85856884CB1C85BB2364689912FBBE1B2114082C2373ACB_308x200.jpg)
Framkvæmdastjórn ESB veitir samþykki sitt fyrir yfirtökunni á Marel
Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu og Ástralíu hafa gefið blessun sína fyrir yfirtöku John Bean Technologies á Marel og er því núna búið að ryðja í burtu síðustu hindrunum fyrir viðskiptunum gagnvart eftirlitsstofnunum. Fáist samþykki frá að lágmarki níutíu prósent hluthafa Marel við tilboðinu frá JBT á allra næstu vikum mun samruninn formlega klárast á fyrstu dögum næsta árs og meðal annars hafa í för með sér nærri hundrað milljarða útgreiðslu til innlendra fjárfesta.
![](https://www.visir.is/i/7922B5375E3CD0C634CD3B6A7E2FB82742C09085E4A187E52D8A7F7889EE266E_308x200.jpg)
Lífeyrissjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut
Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa.
![](https://www.visir.is/i/FF1E1096F03616A7C494D501BF3F556B7A30278EA86E466C86F062C07BE168CE_308x200.jpg)
Telur ólíklegt að lífeyrissjóðir fjárfesti evrum sem fáist fyrir Marel á Íslandi
Ólíklegt er að lífeyrissjóðir sem kjósa að fá hluta af kaupverði Marel greitt í evrum noti það til fjárfestinga á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs.
![](https://www.visir.is/i/5DF85965682D6B0A2E3BA088DA5B5198E4539B292BF5AF59DA00AA36B9CBF519_308x200.jpg)
Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel
Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.