Enski boltinn

Mourinho svaraði Guardiola: Ég vann mína þrjá titla drengi­lega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola og Jose Mourinho þegar þeir voru knattspyrnustjórar Manchester liðanna fyrir nokkrum árum síðan.
Pep Guardiola og Jose Mourinho þegar þeir voru knattspyrnustjórar Manchester liðanna fyrir nokkrum árum síðan. Getty/Robbie Jay Barratt

Það borgar sig aldrei að skjóta á portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho ef þú vilt ekki fá fast skot til baka. Því fékk Pep Guardiola að kynnast.

Guardiola gerði mikið úr sínum afrekum í ensku úrvalsdeildini á kostanð Mourinho eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Liverpool sex fingur í tapleiknun á Anfueld á dögunum.

Ástæðan var að Guardiola hefur gert Manchester City sex sinnum að Englandsmeisturum.

Þegar Mourinho sneri aftur í ensku úrvalsdeildina þá sýndi hann áhofendum þrjá fingur þegar þeir voru eitthvað að kalla til hans. Hann vann ensku deildina þrisvar á sínum tíma.

Guardiola fór líka í fingraleikinn þegar stuðningsmenn Liverpool fóru að syngja að hann yrði rekinn daginn eftir. Eftir leikinn talaði hann um það að hann hafi unnið tvöfalt fleiri titla en Mourinho.

Það stóð ekki á Mourinho sð svara þessu skoti frá Guardiola.

„Hann vann sex titla og ég vann þrjá en ég vann mína drengilega og bróðurlega. Ef ég tapa þá vil ég óska móherja mínum til hamingju því hann var betri en ég. Ég vil ekki vinna þannig að ég þurfi að eiga við 115 kærur á eftir,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×