Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 13:33 Ty-Shon Alexander setti niður átta þrista í tíu tilraunum gegn Tindastóli. getty/Roberto Finizio Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds telja að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn með því að semja við Ty-Shon Alexander. Hann átti stórleik gegn Tindastóli í gær. Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira