MAST starfar á neyðarstigi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 14:21 Matvælastofnun starfar á neyðarstigi vegna fuglainflúensu. Vísir Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem skæð fuglainflúensa greinist hérlendis í alifuglabúi. Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en ekki er hætta af neyslu afurða. Stofnunin hefur starfað á óvissustigi síðan í október þegar í fuglaveira greindist í fyrsta skipti á þessu ári í villtum fuglum. Vegna smitsins í Auðsholti fyrr í vikunni starfa þau nú á neyðarstigi. Þegar neyðarstig er í gildi leggur Matvælastofnun til við ráðherra að fyrirskipaðar verða tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja útbreiðslu. Þá eiga allir fuglar á smituðu búi að vera aflífaðir á mannúðlegan hátt, sem hefur nú þegar verið gert á Auðsholti. Einnig var allur búnaður sótthreinsaður og þrifinn. Veiran er af gerð H5N5 sem er sama veiran og greindist í villtu fuglunum nú í október en á Matvælastofnun eftir að athuga hvort að um sama afbrigði sé að ræða. Meðgöngutími flensunnar getur verið allt að fjórtán dagar og geta aðrir fuglar verið sýktir þótt að einkenni séu ekki til staðar. Matvælastofnun mælir með að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna og að þeir séu í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Þeir fuglaeigendur sem búa í 10 kílómetra radíus við Auðsholt fylgja strangari reglum, sem dæmi má ekki flytja fugla eða neitt sem gæti smitað aðra fugla nema með sérstöku leyfi. Ekki náðist í fulltrúa Matvælastofnunar við vinnslu fréttarinnar. Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem skæð fuglainflúensa greinist hérlendis í alifuglabúi. Manneskjur sem eru mikið í náinni snertingu við sýkta fugla geta smitast af inflúensunni en ekki er hætta af neyslu afurða. Stofnunin hefur starfað á óvissustigi síðan í október þegar í fuglaveira greindist í fyrsta skipti á þessu ári í villtum fuglum. Vegna smitsins í Auðsholti fyrr í vikunni starfa þau nú á neyðarstigi. Þegar neyðarstig er í gildi leggur Matvælastofnun til við ráðherra að fyrirskipaðar verða tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja útbreiðslu. Þá eiga allir fuglar á smituðu búi að vera aflífaðir á mannúðlegan hátt, sem hefur nú þegar verið gert á Auðsholti. Einnig var allur búnaður sótthreinsaður og þrifinn. Veiran er af gerð H5N5 sem er sama veiran og greindist í villtu fuglunum nú í október en á Matvælastofnun eftir að athuga hvort að um sama afbrigði sé að ræða. Meðgöngutími flensunnar getur verið allt að fjórtán dagar og geta aðrir fuglar verið sýktir þótt að einkenni séu ekki til staðar. Matvælastofnun mælir með að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna og að þeir séu í yfirbyggðum gerðum eða húsum. Þeir fuglaeigendur sem búa í 10 kílómetra radíus við Auðsholt fylgja strangari reglum, sem dæmi má ekki flytja fugla eða neitt sem gæti smitað aðra fugla nema með sérstöku leyfi. Ekki náðist í fulltrúa Matvælastofnunar við vinnslu fréttarinnar.
Matvælaframleiðsla Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira