ÍR - Þór Akureyri 104-52
Þór Akureyri skoraði tvöfalt fleiri stig en ÍR og fór með 102-54 sigur úr heimsókn sinni í Breiðholtið. Þór Ak. er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og fór í bikarúrslit á síðasta tímabili. ÍR er í sjötta sæti næstefstu deildar.
Selfoss - Tindastóll 60-102
Tindastóll, sem situr í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, fór létt með fyrstu deildar lið Selfoss. Randi Keonsha Brown spilaði stóran þátt í sigrinum, skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.
Hamar/Þór - KR 80-65
Hamar/Þór er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og KR í öðru sæti næstefstu deildar. Heimaliðið tók afgerandi forystu í upphafi sem minnkaði aðeins um miðjan leik en breikkaði aftur undir lokin. Abby Beeman var stigahæst í sigurliðinu með 21 stig, auk þess að gefa 10 stoðsendingar.
Fjölnir - Stjarnan 74-123
Stjarnan, sem situr í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, fór létt með Fjölni, sem afþakkaði úrvalsdeildarsæti og spilar í næstefstu deild. Sigurinn var aldrei í hættu og Stjarnan gat leyft öllum sínum leikmönnum að spila í kvöld.
Snæfell gaf sinn leik og þá er aðeins einn eftir
Snæfell gaf leik sinn gegn Grindavík, sem er því komið í átta liða úrslit. Lokaleikur sextán liða úrslitanna fer svo fram á morgun þegar Valur mætir Haukum.