„Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri „Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram. 1.3.2025 16:14
Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni. 1.3.2025 15:00
„Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Laia Codina segir erfiðleikana utan vallar hafa styrkt spænska kvennalandsliðið í fótbolta. Hún horfir nú fram veginn og hlakkar til að tala aftur um fótbolta en ekki kynferðisafbrotamál. 25.2.2025 07:01
„Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Hansi Flick, þjálfari Barcelona, kallar eftir því að dómarar verndi leikmenn betur. Hann vonar að Lamine Yamal verði búinn að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir um helgina þegar Barcelona mætir Atlético Madrid í spænska bikarnum á morgun. 24.2.2025 23:17
Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Leeds vann enn einn endurkomusigurinn, í þetta sinn í toppslag á útivelli gegn Sheffield United. Lokatölur 1-3 fyrir Leeds eftir að liðið lenti undir snemma. Leeds er nú með fimm stiga forskot í efsta sæti Championship deildarinnar á Englandi. 24.2.2025 22:05
Valsmenn settu sex gegn Grindavík Valur fór létt með Grindavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins og vann 6-0 sigur á Hlíðarenda. 24.2.2025 21:15
„Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik MLS deildin hófst í nótt og nýja liðið San Diego FC lagði ríkjandi meistara LA Galaxy 2-0, í fyrsta keppnisleik í sögu félagsins. Daninn Anders Dreyer skoraði bæði mörkin fyrir „danska félagið“ San Diego FC. 24.2.2025 20:31
Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Íslendingaliðið Bergischer vann níu marka stórsigur, 26-35, gegn Bayer Dormagen í næstefstu deild þýska handboltans. 24.2.2025 20:17
Gísli og félagar með fullt hús stiga Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad í 2-0 sigri gegn Landskrona í sænsku bikarkeppninni í fótbolta. Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður og Arnór Sigurðarson var ekki í leikmannahópnum hjá Malmö, sem lagði Landskrona að velli. 24.2.2025 19:32
Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Forseti franska félagsins Marseille, Pablo Longoira, hefur dregið ummæli, þar sem hann ásakaði dómarastéttina í Frakklandi um spillingu, til baka. Hann segist hafa misskilið merkingu orðsins „spilling“ og aldrei ætlað að gefa í skyn að dómarar þægju mútur. 24.2.2025 18:46