Fótbolti

Sverrir og fé­lagar að blanda sér í topp­bar­áttuna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sverrir Ingi Ingason sneri aftur í gríska boltann í sumar og hefur verið lykilmaður hjá Panathinaikos. 
Sverrir Ingi Ingason sneri aftur í gríska boltann í sumar og hefur verið lykilmaður hjá Panathinaikos.  Getty/Franco Arland

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem sótti sætan 1-0 sigur á útivelli gegn Asteras.

Allt stefndi í markalaust jafntefli en á fjórðu mínútu uppbótartíma tók Alexander Jeremejeff sig til og skoraði sigurmarkið.

Panathinaikos hefndi þar fyrir tapið gegn Asteras í fyrstu umferð deildarinnar og hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum.

Á rétt rúmum mánuði hefur liðið lyft sér upp úr áttunda sæti í fjórða sætið og er nú aðeins fjórum stigum frá toppliði Olympiacos. Þeirra á milli eru AEK og PAOK, stigi ofar en Panathinaikos.

Sverrir lék allan leikinn en Panathinaikos saknar enn Harðar Björgvins Magnússonar sem hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og mun ekki snúa aftur á grasið fyrr en næsta vor í fyrsta lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×