Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar 9. desember 2024 09:00 Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal, margt hefur áunnist í málefnum sem snúa að ofbeldi og ofbeldismenningu. Því miður er þó víða pottur brotinn og sýna rannsóknir UN Women nú, árið 2024, að ofbeldi gegn konum hefur aukist og að á hverjum 10 mínútum er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir. Heimilið sem á að vera griðarstaður er oftar en ekki hættulegasti staðurinn þar sem ofbeldi á sér stað og eru dæmi þess að heimilisofbeldi stigmagnist upp í morð hér á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þegar horft er til stigmögnunnar þá er ákveðinn stígandi sem á sér stað. 8 stiga tímalína í manndrápsmálum er eftirfarandi: Saga um beitingu ofbeldis í sambandi Hröð þróun í byrjun sambands Stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi Kveikjur (e. triggers) – andlega ofbeldið dugir ekki til að viðhalda stjórn Stigmögnun og tilraunir til að endurheimta sambandið Hugarfarsbreyting – hugarórar um gróft ofbeldi Skipulagning / áætlunargerð Manndráp Sambönd þurfa alls ekki að fara í gegnum öll þessi stig en ákveðnir þættir gefa ástæðu til þess að búast við alvarlegu ofbeldi. Líkurnar aukast umtalsvert: Ef gerandi er með sögu um fyrra ofbeldi í nánu sambandi. Ef gerandi er með sögu um stjórnsemi. Ef gerandi hefur verið handtekinn vegna ofbeldis. Rannsóknir sýna að 90% þeirra sem myrða maka sinn í nánum samböndum eru karlmenn. Oft á tíðum gengur ferlið í nokkra hringi áður en það leiðir til morðs, til að mynda færist sambandið gjarnan aftur á þriðja stig ferlisins í kjölfar þess að kona snýr aftur til maka síns eftir að hafa farið frá honum í kjölfar þess að hafa verið beitt ofbeldi. Við tölum gjarnan um rauð flögg þegar nýtt samband er að þróast. Ef nýr aðili í sambandi talar um að allar fyrrverandi séu geðveikar og ómögulegar er það viðvörunarmerki. Óhóflegar ástarsprengjur í formi játninga og gjafa geta sömuleiðis gefið til kynna óheilbrigða nálgun á sambandið. Önnur hegðun felur í sér ótvíræð merki um ofbeldi sem líklegt er að fari stigvaxandi: Tilraunir til að banna samskipti við hitt kynið. Vöktun samfélagsmiðla eða stýring á klæðaburði annarrar manneskju. Þörf til að vita öllum stundum hvar þú ert og hvað þú ert að gera. Ofbeldi í nánum samböndum getur stigmagnast hratt en það er ekki alltaf þannig. Sér í lagi geta sambönd verið lengi, jafnvel áratugum saman, á þriðja stiginu þar sem stjórnunartilburðir og andlegt ofbeldi eru einkennandi og samt sem áður fylgt sömu þróun í kjölfar þess að valdi gerandans er ógnað. Við í Bjarmahlíð veitum þolendum og fagfólki upplýsingar og fræðslu um ofbeldi og ofbeldishegðun. Oft er það þannig að þú ert ekki viss hvað er ofbeldi og hvað ekki og þá er um að gera að leita svara. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra, stöðin er staðsett á Akureyri og þjónustar á landsvísu með fjarbúnaði sem og í Aðalstræti 14, 600 Akureyri www.bjarmahlid.is Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun