Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 08:32 Matej Mandic er markvörður króatíska landsliðsins og RK Zagreb. Getty/Tom Weller Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic hefur verið útskrifaður af spítala, eftir að liðsfélagi hans kýldi hann í andlitið, en talið er að Dagur Sigurðsson muni samt ekki geta nýtt krafta hans á HM í handbolta í janúar. Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic. HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Eftir tap gegn Nantes í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku sauð vægast sagt upp úr í búningsklefa króatíska liðsins RK Zagreb, sem Mandic leikur með. Fór svo að liðsfélagi hans, Milos Kos, kýldi Mandic í andlitið eftir að markvörðurinn hafði sett út á frammistöðu hans. Sá þriðji, Zvonomir Srna, réðist þá á Kos. Hinn 22 ára Mandic varð að gangast undir aðgerð vegna sinna meiðsla, og þeir Kos og Srna voru settir í tímabundið agabann en ekki liggur fyrir hve langt það verður eða hvort þeim verður refsað með öðrum hætti. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir. Króatíski miðillinn Gol lætur þess getið að Mandic og Kos hafi þekkst um árabil og meira að segja verið í sama bekk í skóla í Ljubuski. Þekkir kinnbeinsbrot og býst við Mandic á HM Mandic var á sínum stað í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en nú er eins og fyrr segir útlit fyrir að hann missi af heimsmeistaramótinu í janúar, og það á heimavelli. Króatíski miðillinn 24 Sata fullyrðir að minnsta kosti að útilokað sé að Mandic nái mótinu. Matej Mandic var annar markvarða Króatíu í leiknum við Ísland á EM í byrjun þessa árs, sem Ísland vann.VÍSIR/VILHELM Ivan Cupic, sem lék í tæp tuttugu ár í horninu hjá króatíska landsliðinu, segist hins vegar telja vel mögulegt að Mandic verði með á HM. Takist það eru góðar líkur á að Mandic mæti Íslandi í milliriðli. „Ég held að Mandic gæti náð HM. Ég meiddist svona, þannig að kinnbein brotnaði, í leik, og ég held að það sé nægur tími til stefnu fyrir Mandic til að jafna sig,“ sagði Cupic. „Svona lagað á ekki að eiga sér stað í lífinu, hvað þá í íþróttum. Í þessu tilviki vitum við hver ber sök en ég held að einn daginn muni þeir sættast. Því þeir eru vinir. Við vitum hvaða afleiðingar eru af svona í íþróttum. Vonandi læknar tíminn sárin, og félagið þarf að beina athyglinni að Meistaradeild Evrópu og gleyma þessu máli sem fyrst,“ sagði Cupic.
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira