Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar 9. desember 2024 10:02 Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. Snemmtæk íhlutun getur því verið algjört lykilatriði hér og í þessum skrifum langar mig að koma með nokkrar vangaveltur sem mér finnst mikilvægar. Ef að olíuljósið kemur upp á bílnum, hvort myndi teljast vænlegra til árangurs, að fara með bílinn beint í olíuskipti eða bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast? Að sama skapi, ef upp koma skýrar vísbendingar um að eitthvað sé að hjá barninu þínu, væri ákjósanlegt að bíða bara og sjá? Stundum er það þannig, sérstaklega í tilfellum þar sem einkennin virðast hafa engin merkjanleg áhrif á daglegt líf en hins vegar er það ekki alltaf niðurstaðan, því stundum er málið flóknara en það virðist vera. Fagaðilli ætti í það minnsta að fá tækifæri til að meta það í samvinnu við foreldri sem greinir frá áhyggjum sínum og breytingum á líðan og/eða hegðun barna sinna. Allir ættu og þá sérstaklega börnin okkar, að hafa greitt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Samt er það ekki þannig en þá er það spurningin, hvað gerist þegar barn sem glímir við sálrænan vanda fær ekki aðstoð? Eitt er víst, lífið heldur áfram og koma verkefni daglegs lífs og tengdar áskoranir í hæðum og lægðum. Við slíkar aðstæður myndast oft ákveðin tækifæri sem gera vandanum kleift að festast í sessi og ef það gerist byrja áskoranir daglegs lífs að reynast barninu flóknari og erfiðari þraut og getur slíkt orðið til þess að barnið hættir að geta sinnt dags daglegum skyldum sínum líkt og það gat áður. Þegar þangað er komið er alla jafna talað um klínískan vanda sem þarfnast íhlutunar, þar sem megin markmiðið felst í því að hjálpa viðkomandi að ná góðum tökum á lífinu sínu aftur. Það er í sjálfu sér ómögulegt að segja nákvæmlega hvað þarf til að almennur vandi verði að klínískum vanda, enda samspil margra þátta. Hins vegar er það nú bara þannig að klínískur vandi gerist ekki í tómarúmi því allt á sér upphaf. Það segir okkur að ef við náum að grípa einstaklinginn fyrr, þá eru auknar líkur á því að hægt sé að veita viðkomandi aðstoð með vægari íhlutunum sem taka allra jafna styttri tíma samanborið við þær íhlutanir sem taka mið af vanda sem er orðinn það flókinn að forgangsraða þurfi hvar sé best að byrja að slökkva eldinn. Það er því ekki bara betra fyrir einstaklinginn sjálfan og velferð hans að fá aðstoð fyrr, heldur er það ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið í heild sinni, allir græða. Þrátt fyrir það, þá er aðgengið að sálfræðiþjónustu jafn skert eins og raun ber vitni. Af hverju tel ég þetta mikilvægt? Því þær upplýsingar sem fram koma hér í þessum pistil eru ekki nýjar af nálinni. Rannsóknir síðustu ára hafa ítrekað leitt í ljós að börn og aðstandendur þeirra séu líklegri til að sæta afleiðingum sem hafa neikvæð áhrif á flest, ef ekki öll svið lífsins séu þau ekki eru gripin nógu snemma. Þetta vitum við og þeir aðilar sem kjörnir eru til að sinna þessum málaflokkum gera það einnig, samt helst staðan óbreytt. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum og akkúrat núna eru íslensk stjórnvöld að bregðast börnunum okkar, framtíð þessa lands. Einu getum við þó öll glaðst yfir og það er að þjónustan sem þarf til að leysa þennan vanda er sannarlega til staðar. Vandamálið er hún virðist eingöngu vera í boði fyrir útvalda einstaklinga, þá sem fjármagnið hafa. Tímaskekkja í velferðarríki? Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun