Innlent

Við­ræðum haldið á­fram og raf­magns­laust í Vík

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa síðustu daga.

Forystukonur flokkanna hittust í morgun og eftir hádegi koma vinnuhópar saman til að ræða einstök málefni.

Þá fjöllum við um leiðindaveðrið sem gengið hefur yfir landið en fyrir vestan féllu aurskriður og í Vík í Mýrdal er rafmagnslaust. 

Einnig heyrum við í sérfræðingi í varnarmálum sem segir að fall Assads Sýrlandsforseta séu góðar fréttir fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga uppreisnarafla í landinu að halda friðinn.

Í íþróttapakka dagsins er það bikarkeppnin í körfubolta sem verður í forgrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×