Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar 9. desember 2024 13:02 Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Stafræn þróun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Ísland færist hratt í átt að stafrænum heimi þar sem samskipti við hið opinbera fara fram á vettvangi eins og heilsuvera.is og island.is. Þó að þessi þróun bjóði upp aukin lífsgæði fyrir marga, þá eru hópar í samfélaginu sem eiga erfitt með að fóta sig í stafrænni veröld. Hér vil ég nefna sérstaklega eldra fólk, hóp sem situr gjarnan eftir þegar kemur að tæknilausnum og samfélagsþjónustu. Við fjölskyldan njótum þeirra forréttinda að hafa rými til að áttræður faðir minn geti búið með okkur. Í þeirri sambúð sé ég daglega hvernig hann, eins og margir í hans stöðu, á erfitt með að nýta sér stafrænar lausnir. Hann er hluti af fjölda fólks sem hefur ekki fengið tækifæri og tíma til að læra á tæknina, en er nú skikkað til að nota hana. Það er kominn tími til að við tökum utan um heldra fólkið okkar svo það geti nýtt sér þá þjónustu og þann stuðning sem það á rétt á. Mikilvægi tengingar við samfélagið Við megum ekki gleyma því að eldra fólkið okkar er auðlind í samfélaginu. Þetta er hópurinn sem byggði upp velferðar- og heilbrigðiskerfið sem við búum við í dag. Nálægðin á milli barna minna og pabba míns, sýnir mér hversu mikil jákvæð áhrif samvera þeirra hefur á hvort annað. Þessi tengsl eru gjöf sem við eigum að leggja áherslu á að efla og nýta. Aðgerðir til að bæta stöðu eldri borgara í stafrænni framtíð 1. Tæknilæsi og stuðningur: Námskeið og heimaþjónusta Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk er ekki í boði hjá mínu sveitarfélagi, Kópavogi, nema með óreglubundnum hætti í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það þarf að tryggja regluleg námskeið í tæknilæsi fyrir eldri borgara á landsvísu, bæði í félagsmiðstöðvum og sem hluta af heimaþjónustu, sérstaklega þegar sú krafa er gerð til þessa hóps að hann noti stafræna þjónustu. Margir sem búa enn heima sækja ekki félagsmiðstöðvar og vita ekki hvað stendur þar til boða. 2. Samfélagsleg tenging milli kynslóða Það hefur sýnt sig að samskipti milli kynslóða hafa gríðarlega jákvæð áhrif. Af hverju ekki að skipuleggja verkefni þar sem unglingar eða stúdentar koma í heimsókn til eldri borgara, annaðhvort í félagsmiðstöðvar eða heimili, til að kenna á tækni og aðstoða við hversdagsleg tæknileg vandamál? Þetta gæti verið sumarstarf, valnám eða sjálfboðavinna sem styrkir samfélagslega tengingu. 3. Jafnræðisreglan og réttur til menntunar alla ævi Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á hver einstaklingur rétt á menntun alla ævi. Þar af leiðandi ættu heldri borgarar að fá aðstoð til að læra á þessa nýju tækni, sérlega í ljósi þess að margt er orðið þeim óaðgengilegt nema í gegnum hana. Ef við veitum þessa þjónustu fyrir eldra fólk uppfyllum við þessa alþjóðlegu skyldu gagnvart okkar virðulegu eldri borgurum. Spurningar til stjórnvalda: Er boðið upp á markvissa tækniþjónustu fyrir eldra fólk á landsvísu? Er til staðar kerfi sem hjálpar þeim sem ekki skilja eða treysta sér til að nota þjónustu eins og island.is og heilsuvera.is? Eru nemendur á unglingastigi og í framhaldsskóla hvattir til að vinna eða læra með eldri borgurum, t.d. í formi sumarstarfa eða valnáms? Ef við ætlum að vera samfélag sem virðir jafnræði og tryggir lífsgæði fyrir alla, megum við ekki vanrækja þau sem þurfa mest á hjálp að halda. Það er á ábyrgð okkar allra – jafnt sveitarfélaga, ríkis og einstaklinga – að gera stafræna framtíð aðgengilega fyrir eldra fólk og tryggja að það einangrist ekki í tæknivæddum heimi. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að allir hafi sömu tækifæri til að njóta samfélagsins. Því hvet ég sveitarfélög til að skoða þessi mál af alvöru og hefja vinnu við lausnir sem nýtast öllum aldurshópum, ekki síst þeim sem hafa byggt samfélagið okkar upp. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun