Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:53 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “ Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35