Handbolti

Hollensku stelpurnar skrefi nær undan­úr­slitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollensku stelpurnar lentu í vandræðum með íslenska liðið í fyrsta leik en eiga nú góða möguleika á því að komast í undanúrslitin á mótinu.
Hollensku stelpurnar lentu í vandræðum með íslenska liðið í fyrsta leik en eiga nú góða möguleika á því að komast í undanúrslitin á mótinu. Getty/ Henk Seppen

Hollenska kvennalandsliðið í handbolta steig skrefi nær undanúrslitaleiknum á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Sviss í Vín í kvöld.

Holland vann þá átta marka sigur á Sviss, 37-29, eftir að hafa verið 24-17 yfir í hálfleik.

Hollensku stelpurnar voru í miklu stuði í sóknarleiknum og voru margar að skila mörkum. Zoë Sprengers var markahæst með sjö mörk en þær Antje Angela Malestein og Dione Housheer skoruðu báða fjögur mörk.

Holland var með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu og rétt mörðu íslensku stelpurnar með tveimur mörkum í fyrsta leik mótsins (27-25). Þær skoruðu því aðeins þremur mörkum minna í Íslandsleiknum heldur en í fyrri hálfleik á móti Sviss í dag.

Þetta var þriðja umferð milliriðilsins og eftir þennan sigur hefur hollenska liðið unnið þrjá af fjórum leikjum sínum.

Hollenska liðið er með sex stig eins og Noregur og tveimur stigum meira en Danmörk en bæði þau lið eiga eftir að mætast spila sína leiki í dag. Holland mætir síðan Danmörku í lokaleik milliriðilsins sem gæti verið hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×