Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2024 23:31 Thiago Silva er mjög trúaður og það sáu menn þegar hann spilaði í Evrópu. Hann þakkaði guði fyrir úrslit helgarinnar og gerði það á mjög sérstakan hátt. Getty/Richard Ducker Brasilíski knattspyrnumaðurinn Thiago Silva er kominn heim til Brasilíu eftir fimmtán ár í Evrópu og hann hjálpaði liði sinu að halda sæti sínu í brasilísku deildinni um helgina. Hinn fertugi Silva og félagar hans í Fluminense náðu þá að vinna Palmeiras 1-0 í lokaleik tímabilsins. Þau úrslit nægðu liðinu til að fá að spila áfram í deildinni á næsta ári. Það hefur þó vaktið athygli hvað fyrrum Chelsea maðurinn tók upp á að gera eftir leikinn. Thiago Silva gekk þá á hnjánum yfir allan völlinn. Fluminense sýndi myndband með kappanum á miðlum sínum. Hann var með þessu að þakka guði sínum fyrir úrslitin og þá staðreynd að liðið hélt sér í deildinni. Fleiri brasilískir knattspyrnumenn hafa gert þetta þar á meðal Raphinha eftir að hann vann spænska meistaratitilinn með Barcelona. Silva talaði um það árið 2020 að hann dreymdi um að klára ferilinn með Fluminense. Hann var þá hjá PSG en átti síðan eftir að spila nokkur ár með Chelsea. Í viðtali við Globo eftir leikinn þá var Silva mjög tilfinningasamur. „Þetta hafa verið erfiðir sex mánuðir. Með þessum sigri þá erum við lausir við mikil þyngsli af okkar herðum. Ég sagði eftir leikinn á móti Cuiaba að við þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa,“ sagði Thiago Silva. „Hræðsla er hluti af okkar lífi en hugrekki okkar var sterkara en óttinn. Við verðum að þakka guði fyrir það af því að þetta var mjög flókið ár, sex erfiðir mánuðir. Nú skil ég betur vegferðina og af hverju ég þurfti að koma hingað. Það var mitt val og ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert hingað til,“ sagði Silva. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Brasilía Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Sjá meira
Hinn fertugi Silva og félagar hans í Fluminense náðu þá að vinna Palmeiras 1-0 í lokaleik tímabilsins. Þau úrslit nægðu liðinu til að fá að spila áfram í deildinni á næsta ári. Það hefur þó vaktið athygli hvað fyrrum Chelsea maðurinn tók upp á að gera eftir leikinn. Thiago Silva gekk þá á hnjánum yfir allan völlinn. Fluminense sýndi myndband með kappanum á miðlum sínum. Hann var með þessu að þakka guði sínum fyrir úrslitin og þá staðreynd að liðið hélt sér í deildinni. Fleiri brasilískir knattspyrnumenn hafa gert þetta þar á meðal Raphinha eftir að hann vann spænska meistaratitilinn með Barcelona. Silva talaði um það árið 2020 að hann dreymdi um að klára ferilinn með Fluminense. Hann var þá hjá PSG en átti síðan eftir að spila nokkur ár með Chelsea. Í viðtali við Globo eftir leikinn þá var Silva mjög tilfinningasamur. „Þetta hafa verið erfiðir sex mánuðir. Með þessum sigri þá erum við lausir við mikil þyngsli af okkar herðum. Ég sagði eftir leikinn á móti Cuiaba að við þyrftum bara að treysta á okkur sjálfa,“ sagði Thiago Silva. „Hræðsla er hluti af okkar lífi en hugrekki okkar var sterkara en óttinn. Við verðum að þakka guði fyrir það af því að þetta var mjög flókið ár, sex erfiðir mánuðir. Nú skil ég betur vegferðina og af hverju ég þurfti að koma hingað. Það var mitt val og ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert hingað til,“ sagði Silva. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Brasilía Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Sjá meira