Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:31 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar og fagna hér saman sigri gegn AC Milan. Getty/Gabriele Maltinti Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Minnka forskot Liverpool í tvö stig Enski boltinn Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona áfram í brasi Elías á skotskónum í Hollandi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Mikael og félagar úr leik í bikarnum Jólin verða rauð í Manchesterborg Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley Í jólafrí eftir tap gegn toppliðinu Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Albert og félagar töpuðu í fjarveru þjálfarans Óvænt hetja og Glódís við toppinn um jólin Albert án þjálfarans sem missti mömmu sína Cecilía neitar að fá á sig mörk á Ítalíu Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Real mistókst að fara á toppinn Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Sjá meira
Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Minnka forskot Liverpool í tvö stig Enski boltinn Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona áfram í brasi Elías á skotskónum í Hollandi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Mikael og félagar úr leik í bikarnum Jólin verða rauð í Manchesterborg Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley Í jólafrí eftir tap gegn toppliðinu Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Albert og félagar töpuðu í fjarveru þjálfarans Óvænt hetja og Glódís við toppinn um jólin Albert án þjálfarans sem missti mömmu sína Cecilía neitar að fá á sig mörk á Ítalíu Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Real mistókst að fara á toppinn Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Sjá meira