Sport

Hesturinn losaði sig við knapann í kapp­reiðum og endaði niðri í bæ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kappreiðar eru vinsælar í Bretlandi en knaparnir halda sér nú vanalega á baki.
Kappreiðar eru vinsælar í Bretlandi en knaparnir halda sér nú vanalega á baki. Getty/Mike Campbell

Hestur sem tók þátt í kappreiðum í Englandi á dögunum fékk greinilega nóg af öllu saman og stakk bókstaflega af.

Hesturinn heitir Rufio og knapi hans var Lucy Brown frá Musselburgh.

Rufio náði að losa sig við Lucy og það sem meira er að hann náði að komast út af leikvanginum og endaði að lokum niðri í bæ.

Það tókst ekki að handsama hestinn fyrr en að hann hafði farið meira en þriggja kílómetra leið.

Líkurnar voru annars 100 á móti einum að Rufio myndi vinna kappreiðarnar. Það voru því örugglega ekki margir sem veðjuðu á hann.

Sportbible sagði frá þessu og birti myndband af Rufio á fleygiferð niður götur bæjarins. Það brá örugglega sumum að mæta honum á götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×