Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:30 Nora Mörk hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en verið afar sigursæl með norska landsliðinu, sem einn af lykilmönnum Þóris Hergeirssonar. Getty Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira