Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 11:50 La niña-veðurfyrirbrigðinu fylgir oft aukin úrkoma í norðan- og austanverðri Ástralíu. Sterk la niña olli miklum flóðum þar síðla árs 2010 og snemma árs 2011. Vísir/Getty Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira