Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 10:06 Sólveig Anna segist ánægð með viðbrögð forsvarsmanna veitingahúsa. Tugir hafa sagt sig úr SVEIT og fleiri tugir segjast ætla að fylgja kjarsamningi Eflingar frekar en SVEIT. Vísir/Vilhelm Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þau tilkynntu í gær um ýmsar aðgerðir sem þau ætluðu í gegn SVEIT vegna kjarasamningsins. Fjöldi samtaka og stéttarfélaga hafa lýst yfir stuðningi við Eflingu í baráttu sinni gegn SVEIT, Virðingu og þessum kjarasamningi. Í gær sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. „Ég er mjög ánægð með þau viðbrögð sem mér hafa borist frá forsvarsmönnum veitingahúsa. Langflestir hafa lýst yfir fullum vilja til að fylgja löglegum kjarasamningum og virða réttindi síns starfsfólks. Það er jafnframt ánægjulegt að sjá fyrirtækin segja sig úr SVEIT, en í því felst skýr afstaða gegn þeim ömurlega blekkingarleik sem SVEIT hafa sett á svið í gegnum gervistéttarfélagið Virðingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. 22 sagt sig úr og 33 fylgja ekki kjarasamningi SVEIT Efling sendi bréf fyrir hádegi í gær til aðildarfyrirtækja SVEIT þar sem tíundaðar voru sumar þær aðgerðir sem Efling hyggst ráðast í gegn SVEIT og einstökum aðildarfyrirtækjum, vegna kjarasamnings SVEIT við Virðingu sem þau segja ganga gegn fjölda laga og skerða rétt launþega á margan hátt. Af þeim 108 fyrirtækjum sem fengu bréfið hafa 22 fyrirtæki lýst því að þau hafi gengið úr SVEIT eða hafi óskað eftir úrsögn. Það eru fimmtungur þeirra fyrirtækja sem Efling sendi bréfið á. Þá hafa alls 33 fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningi Eflingar, eða tæpur þriðjungur. Þá hafa félaginu einnig borist staðfestingar á hinu sama frá fyrirtækjum sem ekki fengu umrætt bréf. Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þau tilkynntu í gær um ýmsar aðgerðir sem þau ætluðu í gegn SVEIT vegna kjarasamningsins. Fjöldi samtaka og stéttarfélaga hafa lýst yfir stuðningi við Eflingu í baráttu sinni gegn SVEIT, Virðingu og þessum kjarasamningi. Í gær sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. „Ég er mjög ánægð með þau viðbrögð sem mér hafa borist frá forsvarsmönnum veitingahúsa. Langflestir hafa lýst yfir fullum vilja til að fylgja löglegum kjarasamningum og virða réttindi síns starfsfólks. Það er jafnframt ánægjulegt að sjá fyrirtækin segja sig úr SVEIT, en í því felst skýr afstaða gegn þeim ömurlega blekkingarleik sem SVEIT hafa sett á svið í gegnum gervistéttarfélagið Virðingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. 22 sagt sig úr og 33 fylgja ekki kjarasamningi SVEIT Efling sendi bréf fyrir hádegi í gær til aðildarfyrirtækja SVEIT þar sem tíundaðar voru sumar þær aðgerðir sem Efling hyggst ráðast í gegn SVEIT og einstökum aðildarfyrirtækjum, vegna kjarasamnings SVEIT við Virðingu sem þau segja ganga gegn fjölda laga og skerða rétt launþega á margan hátt. Af þeim 108 fyrirtækjum sem fengu bréfið hafa 22 fyrirtæki lýst því að þau hafi gengið úr SVEIT eða hafi óskað eftir úrsögn. Það eru fimmtungur þeirra fyrirtækja sem Efling sendi bréfið á. Þá hafa alls 33 fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningi Eflingar, eða tæpur þriðjungur. Þá hafa félaginu einnig borist staðfestingar á hinu sama frá fyrirtækjum sem ekki fengu umrætt bréf.
Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10