Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2024 14:00 Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en Michael Schumacher. getty/Mark Thompson Í réttarhöldunum yfir mönnunum sem ætluðu að fjárkúga fjölskyldu Michaels Schumacher kom fram að harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um ökuþórinn fyrrverandi sé týndur. Réttarhöld yfir mönnunum þremur hófust í Wuppertal í Þýskalandi í gær. Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, ásamt feðgunum Yilmaz Tozturkan og Daniel Lins eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr fjölskyldunni. Þeir kröfðust þess að hún greiddi þeim 2,1 milljarð íslenskra króna, annars myndu þeir leka gögnum um ástand Schumachers. Upplýsingarnar um Schumacher voru geymdar á tveimur hörðum diskum og fjórum USB minniskubbum. Þær voru í vörslu Tozturkans en hann sagði lögreglunni að hann hefði geymt þær á heimilum fjölskyldu sinnar og vina. Lögreglan fann alla USB kubbana en aðeins annan harða diskinn. Ekki liggur fyrir hvar hinn er niðurkominn. Tozturkan fékk gögnin frá Fritsche sem vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta. Hann á að hafa fengið gögnin frá hjúkrunarfræðingi sem starfaði á heimili Schumachers. Þýski ökuþórinn, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum 2013. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Réttarhöld yfir mönnunum þremur hófust í Wuppertal í Þýskalandi í gær. Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, ásamt feðgunum Yilmaz Tozturkan og Daniel Lins eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr fjölskyldunni. Þeir kröfðust þess að hún greiddi þeim 2,1 milljarð íslenskra króna, annars myndu þeir leka gögnum um ástand Schumachers. Upplýsingarnar um Schumacher voru geymdar á tveimur hörðum diskum og fjórum USB minniskubbum. Þær voru í vörslu Tozturkans en hann sagði lögreglunni að hann hefði geymt þær á heimilum fjölskyldu sinnar og vina. Lögreglan fann alla USB kubbana en aðeins annan harða diskinn. Ekki liggur fyrir hvar hinn er niðurkominn. Tozturkan fékk gögnin frá Fritsche sem vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta. Hann á að hafa fengið gögnin frá hjúkrunarfræðingi sem starfaði á heimili Schumachers. Þýski ökuþórinn, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum 2013.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira