SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 14:14 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19
Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10