Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:31 Áhugasamur einstaklingur heldur á síma og horfir á kynningu Sádi-Araba á HM 2034. Getty/Mahmoud Khaled Nú er endanlega orðið staðfest að heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram í Sádi-Arabíu árið 2034. FIFA staðfesti þetta formlega á ársþingi sínu í dag. Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a> HM 2034 í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a>
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira