Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:31 Áhugasamur einstaklingur heldur á síma og horfir á kynningu Sádi-Araba á HM 2034. Getty/Mahmoud Khaled Nú er endanlega orðið staðfest að heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram í Sádi-Arabíu árið 2034. FIFA staðfesti þetta formlega á ársþingi sínu í dag. Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a> HM 2034 í fótbolta Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a>
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira