Innlent

Grunaður um að skera mann á háls á gisti­heimili í Kópa­vogi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin sem málið varðar er sögð hafa átt sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Myndin er úr safni.
Árásin sem málið varðar er sögð hafa átt sér stað á gistiheimili í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintar hnífaárásar sem er sögð hafa átt sér stað skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní á gistiheimili í Kópavogi.

Manninum er gefið að sök að hafa fyrirvaralaust lagt að öðrum manni með ofbeldi með því að leggja að honum með eldhúshníf sem var með 18,5 sentímetra löngu blaði.


Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.


Í ákæru segir að hann hafi skorið manninn þvert yfir framanverðan háls. Afleiðingarnar hafi orðið þær að sá sem varð fyrir árásinni hafi hlotið skurð á hálsi sem þurfti að sauma saman.

Með háttseminni er maðurinn sagður hafa reynt að svipta hinn manninn lífi.

Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×