Til greina kemur að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun á aðgengi almennings að starfsmönnum og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs.
Við ræðum einnig við formann Læknafélags Íslands sem segist vongóð um að nýgerður kjarasamningur verði samþykktur á morgun en nokkuð hefur borið á gagnrýni á samninginn.
Að auki skoðum við tillögur starfshóps um endurskoðun á rammaáætlun en meðal annars er lagt til að tímafrestir verði innleiddir.
Í íþróttunum er það svo Evrópuleikur Víkings sem verður fyrirferðarmestur.