Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar 12. desember 2024 13:00 Undanfarna tvo áratugi hefur umræða um ójöfnuð farið stigvaxandi í hinum vestræna heimi. Áhyggjur fólks og stofnana af auknum ójöfnuði hafa aukist mjög meðfram stigvaxandi ójöfnuði. Í umræðunni er mikið fjallað um tölur og hlutföll yfir ójöfnuð, minna er þó talað um af hverju ójöfnuður er óæskilegur og enn minna af hverju hóflegur jöfnuður er æskilegri. Hér ætla ég að fjalla um af hverju jöfnuður er æskilegur og af hverju umræðan og áhyggjurnar eru fullkomlega réttlætanlegar, og hvers vegna það er eðlilegt að leita leiða til að auka jöfnuð. Það er mikilvægt að við ígrundum þessar spurningar, því ójöfnuður á Íslandi er að aukast. Jöfnuður og samfélagsleg gæði Jöfnuður er oft metinn og mældur með Gini-stuðlinum. En jöfnuður er mun meira en bara mæling og tölur: Félagsvísindafólk hefur komist að því að jöfnuður er nokkuð sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi og hefur áhrif á líf þess, þegar hann er yfir höfuð til staðar. Við finnum fyrir jöfnuði því í jafnari samfélögum er oft betra að lifa og lífið er auðveldara. Í jafnari samfélögum er auðveldara að láta launin duga fyrir reikningunum, mat og til að stofna fjölskyldu. Nám gengur greiðar fyrir sig. Atvinnumissir er ekki jafn þungbær. Og svo framvegis. Á sama hátt finnur fólk fyrir ójöfnuði í formi hindrana og erfiðleika við að lifa lífinu, erfiðar er að láta lífsins drauma rætast, stunda nám, stofna fjölskyldu og/eða fyrirtæki. Á Íslandi finnum við meira fyrir ójöfnuði en var, og mælingar á skiptingu auðs styðja það. Einkenni ójafnaðar eru farin að lita samfélagið. Skoðum stuttlega hvernig. Jöfnuður stuðlar að góðri heilsu. Í jafnari samfélögum er tíðni þunglyndis og fleiri geðsjúkdóma almennt lægri en í ójöfnum samfélögum. Sama gildir um offitu. Tengingin þarna á milli er í gegnum streituviðbrögð líkamans: Langtímastreita ýtir undir fitusöfnun líkamans og fær okkur til að borða fitu- og sykurríkari mat — hvort tveggja stuðlar að ofþyngd. Streita er vel þekktur áhættuþáttur í þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum, þar sem langtímastreita smám saman leiðir til verri líðan. Bæði offita og þunglyndi breyta svo hegðun fólks, sem stuðlar að áframhaldandi vanda. Streita tengd ójöfnuði kemur til þegar daglegt líf er stráð hindrunum og erfiðleikum við að láta skyldur og væntingar ganga eftir svo mánuðum og árum skiptir. Í reynd túlka streitukerfi líkamans hindranir og erfiðleika af þessu tagi sem ógnanir, án þess að við fáum við það ráðið. Þá getur upphafist vítahringur sem erfitt er að losna úr. Við höfum sömuleiðis séð aukningu á tilfellum kulnunar í samfélaginu, sem einnig er sterklega tengd við streitu og kvíða. Það má segja að öryggi í víðum skilningi hverfi í ójöfnum samfélögum – ekkert má fara úrskeiðis. Allt þetta ætti að vera okkur umhugsunarefni þegar tíðni þessara vandamála hefur aukist á Íslandi, en ójöfnuður aukist einnig. Það er mikilvægt að hafa í huga að í jafnari samfélögum snýst þetta við: Daglegt líf gengur betur, auðveldara er að láta allt ganga upp, hvort sem það eru reikningar, nám eða að reka fyrirtæki – streituviðbrögð líkamans verða vægari og ekki jafn krónísk fyrir vikið. Vitanlega skiptir lífstíll fólks og mataræði máli, og þar höfum við öll visst val, en streituviðbrögðin hafa samt mikil áhrif á útkomuna. Þá skiptir einstaklingsmunur líka máli – en hér við erum að tala um heildina. Jöfnuður hefur einnig áhrif á aðra hluta lífsins: Félagstengsl og félagsstarf, traust á milli fólks og val á hverfi til búsetu. Í jafnari samfélögum eru sterkari félagstengsl og meira um félagsstarf – nokkuð sem stuðlar að góðri heilsu og lund – en í ójafnari samfélögum minna. Þá er traust á milli fólks meira í jafnari samfélögum, og minna um að ríkt fólk búi í kjörnum á tilteknum stöðum, jafnvel einangrað frá öðrum. Tengslin við jöfnuð eru flókin, en í stuttu máli veljum við okkur vini, maka og eigum frekar samskipti við fólk sem lifir nokkurn veginn sams konar lífi og við sjálf, félagslega og efnahagslega. Traust svo byggir á samskiptum. Þegar bilið er orðið of mikið gengur þetta allt erfiðlegar og löngunin minnkar. Á Íslandi höfum við staðið okkur nokkuð vel á þessum mælikvörðum undanfarna áratugi, en teikn eru nú um að okkur sé að hraka: Traust fer minnkandi – sem birtist m.a. í því að fólk býst stundum við að verða fyrir ofbeldi á götum úti, en líka í því að öryggisverðir í verslunum eru nú taldir sjálfsagðir. Vísir er að lakari félagstengingum hjá yngri kynslóðum og þá er mjög greinilegt að efnamesta fólk landsins er farið að velja að búa í tilteknum hverfum á meðan efnaminna fólk býr í öðrum. Undir niðri þessu öllu kraumar ójöfnuður sem hefur áhrif á hegðun okkar og val. Skiptum um kúrs Allt að framan ætti að valda okkur áhyggjum. Ójöfnuður er farinn að hafa áhrif á líf okkar. Og þótt við á Íslandi höfum um margt byggt okkur samfélag líkt og hin Norðurlöndin höfum við sætt okkur við meiri ójöfnuð en þau og löngum búið við lakara velferðarkerfi. Ójöfnuður á Íslandi sprettur m.a. af skattkerfi sem hyglir þeim ríkustu og erfiðum húsnæðismarkaði sem einnig þjónar þeim ríkustu mest. Þá er ójöfnuður búinn að aukast á hinum Norðurlöndunum líkt og hér – og vandamálin sem fylgja ójöfnuði fylgja einnig. Ójöfnuður hefur áhrif á samfélagið í heild sinni – líka efnað fólk. Í ójöfnum samfélögum finnur ríkasta fólkið til að mynda fyrir meiri kvíða en ríkt fólk í jafnari samfélögum, því er líka hættara við sjúkdómum, og þá sleppur enginn við hættuna sem stafar af auknu ofbeldi. Auk þess þarf allt samfélagið að bera aukinn kostnað af vandamálum sem stafa frá ójöfnuði, hvort sem það er með sköttum eða beinhörðum fjárútlátum einstaklinga. Því er jöfnuður líka hagur þeirra ríkustu. Við á Íslandi höfum verið á rangri braut síðastliðna þrjá áratugi hvað jöfnuð varðar. Ef við aukum jöfnuð munum við finna áhrifin af því fljótt. Skiptum um kúrs, áður en staðan versnar enn. Það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag af auknum jöfnuði. Helstu heimildir: Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson. Ójöfnuður á Íslandi. – Wilkinson, R. og Pickett, K. (2009/2010). The Spirit Level. – Wilkinson, R. og Pickett, K. (2019). The Inner Level. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu - félagi um sjálfbærni og lýðræði, og er með BS-próf í sálfræði og MSc-gráðu í Cognitive & Decision Sciences frá University College London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi hefur umræða um ójöfnuð farið stigvaxandi í hinum vestræna heimi. Áhyggjur fólks og stofnana af auknum ójöfnuði hafa aukist mjög meðfram stigvaxandi ójöfnuði. Í umræðunni er mikið fjallað um tölur og hlutföll yfir ójöfnuð, minna er þó talað um af hverju ójöfnuður er óæskilegur og enn minna af hverju hóflegur jöfnuður er æskilegri. Hér ætla ég að fjalla um af hverju jöfnuður er æskilegur og af hverju umræðan og áhyggjurnar eru fullkomlega réttlætanlegar, og hvers vegna það er eðlilegt að leita leiða til að auka jöfnuð. Það er mikilvægt að við ígrundum þessar spurningar, því ójöfnuður á Íslandi er að aukast. Jöfnuður og samfélagsleg gæði Jöfnuður er oft metinn og mældur með Gini-stuðlinum. En jöfnuður er mun meira en bara mæling og tölur: Félagsvísindafólk hefur komist að því að jöfnuður er nokkuð sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi og hefur áhrif á líf þess, þegar hann er yfir höfuð til staðar. Við finnum fyrir jöfnuði því í jafnari samfélögum er oft betra að lifa og lífið er auðveldara. Í jafnari samfélögum er auðveldara að láta launin duga fyrir reikningunum, mat og til að stofna fjölskyldu. Nám gengur greiðar fyrir sig. Atvinnumissir er ekki jafn þungbær. Og svo framvegis. Á sama hátt finnur fólk fyrir ójöfnuði í formi hindrana og erfiðleika við að lifa lífinu, erfiðar er að láta lífsins drauma rætast, stunda nám, stofna fjölskyldu og/eða fyrirtæki. Á Íslandi finnum við meira fyrir ójöfnuði en var, og mælingar á skiptingu auðs styðja það. Einkenni ójafnaðar eru farin að lita samfélagið. Skoðum stuttlega hvernig. Jöfnuður stuðlar að góðri heilsu. Í jafnari samfélögum er tíðni þunglyndis og fleiri geðsjúkdóma almennt lægri en í ójöfnum samfélögum. Sama gildir um offitu. Tengingin þarna á milli er í gegnum streituviðbrögð líkamans: Langtímastreita ýtir undir fitusöfnun líkamans og fær okkur til að borða fitu- og sykurríkari mat — hvort tveggja stuðlar að ofþyngd. Streita er vel þekktur áhættuþáttur í þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum, þar sem langtímastreita smám saman leiðir til verri líðan. Bæði offita og þunglyndi breyta svo hegðun fólks, sem stuðlar að áframhaldandi vanda. Streita tengd ójöfnuði kemur til þegar daglegt líf er stráð hindrunum og erfiðleikum við að láta skyldur og væntingar ganga eftir svo mánuðum og árum skiptir. Í reynd túlka streitukerfi líkamans hindranir og erfiðleika af þessu tagi sem ógnanir, án þess að við fáum við það ráðið. Þá getur upphafist vítahringur sem erfitt er að losna úr. Við höfum sömuleiðis séð aukningu á tilfellum kulnunar í samfélaginu, sem einnig er sterklega tengd við streitu og kvíða. Það má segja að öryggi í víðum skilningi hverfi í ójöfnum samfélögum – ekkert má fara úrskeiðis. Allt þetta ætti að vera okkur umhugsunarefni þegar tíðni þessara vandamála hefur aukist á Íslandi, en ójöfnuður aukist einnig. Það er mikilvægt að hafa í huga að í jafnari samfélögum snýst þetta við: Daglegt líf gengur betur, auðveldara er að láta allt ganga upp, hvort sem það eru reikningar, nám eða að reka fyrirtæki – streituviðbrögð líkamans verða vægari og ekki jafn krónísk fyrir vikið. Vitanlega skiptir lífstíll fólks og mataræði máli, og þar höfum við öll visst val, en streituviðbrögðin hafa samt mikil áhrif á útkomuna. Þá skiptir einstaklingsmunur líka máli – en hér við erum að tala um heildina. Jöfnuður hefur einnig áhrif á aðra hluta lífsins: Félagstengsl og félagsstarf, traust á milli fólks og val á hverfi til búsetu. Í jafnari samfélögum eru sterkari félagstengsl og meira um félagsstarf – nokkuð sem stuðlar að góðri heilsu og lund – en í ójafnari samfélögum minna. Þá er traust á milli fólks meira í jafnari samfélögum, og minna um að ríkt fólk búi í kjörnum á tilteknum stöðum, jafnvel einangrað frá öðrum. Tengslin við jöfnuð eru flókin, en í stuttu máli veljum við okkur vini, maka og eigum frekar samskipti við fólk sem lifir nokkurn veginn sams konar lífi og við sjálf, félagslega og efnahagslega. Traust svo byggir á samskiptum. Þegar bilið er orðið of mikið gengur þetta allt erfiðlegar og löngunin minnkar. Á Íslandi höfum við staðið okkur nokkuð vel á þessum mælikvörðum undanfarna áratugi, en teikn eru nú um að okkur sé að hraka: Traust fer minnkandi – sem birtist m.a. í því að fólk býst stundum við að verða fyrir ofbeldi á götum úti, en líka í því að öryggisverðir í verslunum eru nú taldir sjálfsagðir. Vísir er að lakari félagstengingum hjá yngri kynslóðum og þá er mjög greinilegt að efnamesta fólk landsins er farið að velja að búa í tilteknum hverfum á meðan efnaminna fólk býr í öðrum. Undir niðri þessu öllu kraumar ójöfnuður sem hefur áhrif á hegðun okkar og val. Skiptum um kúrs Allt að framan ætti að valda okkur áhyggjum. Ójöfnuður er farinn að hafa áhrif á líf okkar. Og þótt við á Íslandi höfum um margt byggt okkur samfélag líkt og hin Norðurlöndin höfum við sætt okkur við meiri ójöfnuð en þau og löngum búið við lakara velferðarkerfi. Ójöfnuður á Íslandi sprettur m.a. af skattkerfi sem hyglir þeim ríkustu og erfiðum húsnæðismarkaði sem einnig þjónar þeim ríkustu mest. Þá er ójöfnuður búinn að aukast á hinum Norðurlöndunum líkt og hér – og vandamálin sem fylgja ójöfnuði fylgja einnig. Ójöfnuður hefur áhrif á samfélagið í heild sinni – líka efnað fólk. Í ójöfnum samfélögum finnur ríkasta fólkið til að mynda fyrir meiri kvíða en ríkt fólk í jafnari samfélögum, því er líka hættara við sjúkdómum, og þá sleppur enginn við hættuna sem stafar af auknu ofbeldi. Auk þess þarf allt samfélagið að bera aukinn kostnað af vandamálum sem stafa frá ójöfnuði, hvort sem það er með sköttum eða beinhörðum fjárútlátum einstaklinga. Því er jöfnuður líka hagur þeirra ríkustu. Við á Íslandi höfum verið á rangri braut síðastliðna þrjá áratugi hvað jöfnuð varðar. Ef við aukum jöfnuð munum við finna áhrifin af því fljótt. Skiptum um kúrs, áður en staðan versnar enn. Það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag af auknum jöfnuði. Helstu heimildir: Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson. Ójöfnuður á Íslandi. – Wilkinson, R. og Pickett, K. (2009/2010). The Spirit Level. – Wilkinson, R. og Pickett, K. (2019). The Inner Level. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu - félagi um sjálfbærni og lýðræði, og er með BS-próf í sálfræði og MSc-gráðu í Cognitive & Decision Sciences frá University College London.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun