Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar 12. desember 2024 15:32 Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun