Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifa 13. desember 2024 08:32 Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar