Um er að ræða sex þátta seríu úr smiðju Sögu Garðarsdóttur, Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steinda Jr. og Magnúsar Leifssonar, sem jafnframt leikstýrir þáttunum.
Saga og Steindi fara með öll hlutverkin og bregða sér í gervi ýmissa óborganlegra karaktera. Mikið er lagt upp úr gervum og koma margir af þekktustu leikurum landsins við sögu í þessari bráðskemmtilegu seríu sem er sprenghlægileg og ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi í Draumahöllinni.
Meðal gesta sem létu sjá sig var Dóri DNA, Baltasar Breki Samper, Ragna Fossberg, Helga Braga Jónsdóttir, Sandra Barilli, Reynir Lyngdal, Eliza Reid og fleiri góðir gestir.
Hér má sjá vel valdar myndir frá frumsýningunni:

































