Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon og Þórarinn Guðjónsson skrifa 13. desember 2024 14:00 Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Magnús Karl Magnússon Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar umræður um nýja ríkisstjórn fara fram er rétt að minna á að fáar stofnanir í nútímasamfélagi hafa jafn víðtæku hlutverki að gegna og háskólar. Í pólitískri umræðu hefur verið sátt um mikilvægi háskólastarfs, allt frá tímamótasamningi á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Samningur þessi lagði grunn að eflingu háskólakerfisins í heild. Í sameiginlegri yfirlýsingu Alþingis og ríkisstjórnar sem fylgdi samningnum sagði: Tilkoma skólans markaði tímamót í sögu þjóðarinnar, í menningarlífi hennar og rannsóknastarfsemi og í þá öld sem liðin er frá stofnun hans hefur hann verið grunnundirstaða æðri menntunar í landinu, verið skóli allrar þjóðarinnar og máttarstólpi þess þekkingarsamfélags sem einkennir íslensku þjóðina í dag. Þessi yfirlýsing markaði tímamót. Stjórnvöld lýstu sig reiðubúin til þess að taka höndum saman við háskólasamfélagið um metnaðarfulla uppbyggingu. Þar átti meðal annars að byggja upp mennta- og vísindakerfi sem væri í fremstu röð meðal þjóða og starfaði í nánum tengslum við atvinnulíf. Einnig átti að styrkja grundvöll kennslu, rannsókna og fræða í landinu öllu og byggja með skipulegum hætti upp starfsemi sem miðaði að því að nýta, afla og miðla þekkingu. Þá átti að tryggja að háskólastarfsemi þjónaði því markmiði að efla og rækta menningu, tungu, og menningararf. Það sem fyllti háskólafólk bjartsýni og metnaði var að þessum sáttmála fylgdi tölusett og metnaðarfullt markmið um fjármögnun. Þó ýmislegt hafi áunnist hafa markmið fjármögnunar ekki staðist. Nú eru blikur á lofti og má sjá rannsóknavirkni innan mikilvægra sviða háskólans fara dalandi. Þar vegur niðurskurður til rannsóknarsjóðs Vísinda- og nýsköpunarráðs þungt. Háskólar eru kjölfesta framfara og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Án háskólamenntunar yrði nýsköpun lítil, þekkingararfur takmarkaður, stjórnun og uppbygging fyrirtækja brothætt og menning okkar fátækari. Hægt er að fullyrða að öll fyrirtæki og stofnanir á Íslandi sem starfa í þekkingargeiranum þar með talið sjávarútvegi, ferðamennsku, verkfræði, raunvísindum, heilbrigðisvísindum, félagsvísindum og menntavísindum eru verðmætaskapandi og byggja á starfsfólki með háskólamenntun. En það snýst ekki allt um verðmætasköpun. Háskólanám eflir gagnrýna og skapandi hugsun og þolimæði gagnvart ólíkum skoðunum og byggir undir siðferðisviðmið samfélagsins. Það leggur einnig grunn að menntun allra kennara frá leikskólastigi til háskóla. Við yrðum fátæk án öflugra háskóla. Háskóli Íslands hefur tekið grundvallarbreytingum á síðustu tveimur áratugum. Skólinn er auk þess að vera menntastofnun á grunnstigi háskólanáms alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem býður upp á fjölbreyttar námsbrautir á meistara- og doktorsstigi. Hann gegnir því sífellt stærra hlutverki við að treysta í sessi undirstöður atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Nú er lag að endurvekja metnaðarfull áform um fjárfestingu í háskólum og háskólamenntun. Ef framlög til háskólamenntunar yrðu til samræmis við nágrannaþjóðir okkar mætti tryggja áframhaldandi þróun háskólastigsins. Með slíkri fjárfestingu mætti endurskoða og efla umgjörð rannsóknartengds framhaldsnáms á meistara- og doktorsstigi. Það mætti efla innviði og aðstöðu fyrir mannauð háskóla og stuðla að nýliðun. Það mætti efla rannsóknir á öllum sviðum og efla rannsóknarvitund nemenda á öllum stigum háskólanáms. Það myndi skapa grundvöll fyrir auknu samstarfi fræðasviða við kennslu og rannsóknir. Auk þess er afar brýnt að huga að því að nemendum sé veittur nægilegur fjárhagslegur stuðningur svo þau megi helga sig háskólanámi. Nú er rétti tíminn til að endurnýja heit um fjármögnun háskólamenntunar og -rannsókna. Háskólasamfélagið er reiðubúið að sýna metnað og ábyrgð til að tryggja að auknu fjármagni muni leiða til framfara í öllum þáttum háskólastarfs. Þannig fjárfestum við í framtíðinni. Þannig sköpum við betra samfélag. Höfundar eru prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun