„Það hafa svo margir nefnt þetta við mig að fá að eignast textaverk byggð á lögunum mínum. Mér fannst þetta aðeins fjarri mér fyrst en svo þegar ég fór að hugsa þetta og átta mig á því að það eru svo margir þarna úti sem tengja sterkt við lögin á sínum forsendum. Minningar og tímabil í lífi fólks sem hafa gert þessa texta að þeirra eign alveg eins og minni,“ segir Helgi aðspurður út í hvað dreif hann í þetta í verkefni.
Helgi er svo gott sem kominn í jólafrí en síðasta stóra verkefnið hans verður að syngja á kveðjutónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar þann 21. desember næstkomandi.














