Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 14:46 Húsið á Álfabakka 2 er gríðarstórt, og nálægt íbúðablokk. vísir/bjarni Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03