Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. desember 2024 22:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að búast megi við víðtækum vöruhækkunum eftir áramót. Stöð 2 Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig. Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“ Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, ræddi við Margréti Helgu fréttaþul í kvöldfréttum Stöðvar 2 um hækkanirnar. Grænmeti, kjöt og mjólkurvörur muni hækka Í hvaða vöruflokkum verða mestar hækkanir? „Ég hef ekki tæmandi upplýsingar um vöruflokkana en þetta eru vörur á borð við kaffi, súkkulaði eins og hefur verið í fréttum, olíur ýmsar, grænmeti, kjöt, mjólkurvörur og svo má búast við hækkunum á ýmsu gosi og drykkjum. Og jafnvel hveiti,“ sagði Benedikt. Hvaða prósentur erum við að tala um? Hversu hátt gæti þetta farið? „Það sem manni heyrist er að lægstu prósenturnar eru í kringum þrjú prósent en þær hæstu hlaupa hátt í tuttugu prósent. Ef horft er lengra aftur í tímann má nú alveg sjá að einstakir vöruflokkar hafa hækkað um tugi prósenta. Þannig að það er erfitt að koma fingri nákvæmlega á prósentur,“ sagði hann. Uppskerubrestir og hækkun á rafmagnsverði Benedikt segir að skipta megi verðhækkununum í tvo flokka. „Innfluttar vörur eru í einhverjum tilfellum að hækka, meðal annars vegna uppskerubrests erlendis og skemmda sem hafa orðið á plöntum. Svo er önnur þróun sem hefur orðið á hrávörumörkuðum sem er að valda og hefur valdið hækkunum,“ sagði hann. „Svo eru það þessar innlendu vörur, það eru stórir þættir á borð við verulega hækkun á rafmagnsverði um áramótin sem hefur gífurleg áhrif á garðyrkjubændur og alla iðnaðarframleiðslu.“ Mögulegar verðlækkanir á olíuverði framundan Ekki sé þó ástæða til að örvænta. Breytingar á olíuverði gætu leitt til verðlækkana á næsta ári. Er eitthvað jákvætt í kortunum í þessu tilliti á komandi ári? „Jújú, það lítur út fyrir það. Olíuverð er ráðandi þáttur í verðlagningu vara með einum eða öðrum þætti. Spár manna virðast vera þær að það verði meira framboð en eftirspurn sem gæti þá leitt til verðlækkana á olíu sem ætti að hafa jákvæð áhrif á allar vörur og þjónustu. Það eru engar aðrar fréttir af einhverjum áföllum sem ættu að valda frekari hækkunum. Þannig ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta eða hafa miklar áhyggjur.“
Verslun Verðlag Fjármál heimilisins Matvöruverslun Matur Efnahagsmál Tengdar fréttir Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55 Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Verð á þriðjudagstilboði á Dominos hefur hækkað um 200 krónur og er nú 1.500 krónur. Það stóð í stað í rúman áratug til ársins 2021 en hefur nú hækkað um helming á þremur árum. 3. desember 2024 14:55