Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 20:41 Einar Baldvin varði vel í marki Aftureldingar. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Afturelding missti af tækifærinu að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við KA á Akureyri í kvöld. KA var grátlega nálægt því að næla í bæði stigin í leiknum. Leikurinn á Akureyri í kvöld var jafn og spennandi. KA var einu skrefi á undan í fyrri hálfleiknum en aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Staðan í hálfleik var 15-14 KA í vil. Svipað var uppi á teningunum í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora lengst af en þegar tæpar tíu mínútur voru eftir náði KA tveggja marka forskoti í stöðunni 25-23. Þegar ein og hálf mínúta var eftir var staðan 28-26 fyrir heimamenn og Afturelding í brekku. Þeim tókst hins vegar að jafna metin með því að skora síðustu tvö mörkin og var það fyrrum Þórsarinn Ihor Kopyshynskyi sem jafnaði með marki þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. 28-28 jafntefli því niðurstaðan en Afturelding mistókst því að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar en FH gerði jafntefli við ÍBV í Eyjum í dag. Afturelding er í 2. sæti með 20 stig og er tveimur stigum á eftir FH. KA er hins vegar í 8. - 10. sæti með 10 stig, jafnmörg og HK og Grótta. Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik fyrir KA og skoraði tólf mörk og Einar Rafn Eiðsson skoraði átta. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur hjá Mosfellingum með sex mörk og Hallur Arason kom næstur með fimm mörk. Nicolai Kristensen og Bruno Bernat vörðu samtals þrettán skot í marki KA en Einar Baldvin Baldvinsson varði sextán skot í marki Aftureldingar. Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Sjá meira
Leikurinn á Akureyri í kvöld var jafn og spennandi. KA var einu skrefi á undan í fyrri hálfleiknum en aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Staðan í hálfleik var 15-14 KA í vil. Svipað var uppi á teningunum í seinni hálfleik. Liðin skiptust á að skora lengst af en þegar tæpar tíu mínútur voru eftir náði KA tveggja marka forskoti í stöðunni 25-23. Þegar ein og hálf mínúta var eftir var staðan 28-26 fyrir heimamenn og Afturelding í brekku. Þeim tókst hins vegar að jafna metin með því að skora síðustu tvö mörkin og var það fyrrum Þórsarinn Ihor Kopyshynskyi sem jafnaði með marki þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. 28-28 jafntefli því niðurstaðan en Afturelding mistókst því að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar en FH gerði jafntefli við ÍBV í Eyjum í dag. Afturelding er í 2. sæti með 20 stig og er tveimur stigum á eftir FH. KA er hins vegar í 8. - 10. sæti með 10 stig, jafnmörg og HK og Grótta. Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stórleik fyrir KA og skoraði tólf mörk og Einar Rafn Eiðsson skoraði átta. Ihor Kopyshynskyi var markahæstur hjá Mosfellingum með sex mörk og Hallur Arason kom næstur með fimm mörk. Nicolai Kristensen og Bruno Bernat vörðu samtals þrettán skot í marki KA en Einar Baldvin Baldvinsson varði sextán skot í marki Aftureldingar.
Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Sjá meira