Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 15:52 Ungverjar höfðu betur í hörkuleik gegn Frökkum í dag. Getty/Andrea Kareth Ungverjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Frakka að velli í æsispennandi leik um bronsverðlaunin á EM kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 25-24 eftir dramatískan endi. Ungverjar, sem steinlágu gegn norsku stelpunum hans Þóris Hergeirssonar í undanúrslitum á föstudag, voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var þó aðeins 13-12, Ungverjalandi í vil. Í seinni hálfleiknum var aldrei mikill munur á liðunum en Ungverjar héldu þó áfram að leiða. Frakkar jöfnuðu hins vegar, í 23-23 og svo í 24-24 þegar innan við tvær mínútur voru eftir. Ungverjar fóru þá í langa sókn sem virtist ætla að renna út í sandinn þar til að Katrin Klujber náði með ævintýralegum hætti að koma boltanum út í horn á Viktoriu Gyori-Lukács sem skoraði úr hægra horninu. Frakkar höfðu nægan tíma til að jafna metin úr lokasókn sinni en fengu dæmdan á sig ruðning og þar með gátu Ungverjar, eftir að hafa reyndar tekið leikhlé, fagnað ákaft sínum fyrstu verðlaunum á stórmóti í tólf ár, eða síðan liðið vann brons á EM 2012. Klujber var valin maður leiksins en hún skoraði níu mörk og var markahæst Ungverja. Fyrr í dag voru þær Gyori-Lukács valdar í stjörnulið mótsins. Evrópumótinu lýkur svo með úrslitaleik Noregs og Danmerkur sem hefst klukkan 17, í Vínarborg. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Í beinni: Chelsea - Brentford | Hvernig kemur Chelsea undan ferðalaginu langa? Enski boltinn Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? Körfubolti Fleiri fréttir Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sjá meira
Ungverjar, sem steinlágu gegn norsku stelpunum hans Þóris Hergeirssonar í undanúrslitum á föstudag, voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest þriggja marka forskoti. Staðan í hálfleik var þó aðeins 13-12, Ungverjalandi í vil. Í seinni hálfleiknum var aldrei mikill munur á liðunum en Ungverjar héldu þó áfram að leiða. Frakkar jöfnuðu hins vegar, í 23-23 og svo í 24-24 þegar innan við tvær mínútur voru eftir. Ungverjar fóru þá í langa sókn sem virtist ætla að renna út í sandinn þar til að Katrin Klujber náði með ævintýralegum hætti að koma boltanum út í horn á Viktoriu Gyori-Lukács sem skoraði úr hægra horninu. Frakkar höfðu nægan tíma til að jafna metin úr lokasókn sinni en fengu dæmdan á sig ruðning og þar með gátu Ungverjar, eftir að hafa reyndar tekið leikhlé, fagnað ákaft sínum fyrstu verðlaunum á stórmóti í tólf ár, eða síðan liðið vann brons á EM 2012. Klujber var valin maður leiksins en hún skoraði níu mörk og var markahæst Ungverja. Fyrr í dag voru þær Gyori-Lukács valdar í stjörnulið mótsins. Evrópumótinu lýkur svo með úrslitaleik Noregs og Danmerkur sem hefst klukkan 17, í Vínarborg.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Í beinni: Chelsea - Brentford | Hvernig kemur Chelsea undan ferðalaginu langa? Enski boltinn Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? Körfubolti Fleiri fréttir Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sjá meira