Lífið

Fór með fyrr­verandi í bíó

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Al Pacino and Noor Alfallah eru góðir vinir en segjast ekki vera saman.
Al Pacino and Noor Alfallah eru góðir vinir en segjast ekki vera saman. MEGA/GC Images

Hinn 84 ára gamli Al Pacino bauð fyrrverandi kærustunni sinni, hinni 31 árs gömlu Noor Alfallah í bíó. Það vekur sérlega athygli erlendra slúðurmiðla enda Pacino sagt að þau séu einungis vinir.

Í umfjöllun Page Six kemur fram að um hafi verið að ræða hátíðarsýningu á kvikmyndinni Serpico frá árinu 1973 þar sem Pacino fór með aðalhlutverkið. Alfallah og Pacino eiga saman hinn eins árs gamla Roman sem fæddist í júní í fyrra.

Pacino tók mynd af sjálfum sér á skjánum í bíóinu og birti á Instagram. Þar skrifaði hann einfaldlega undir: „Pabbi Roman.“ Pacino hefur áður sagt að hann elski að vera gamall pabbi.

Pacino og Alfallah fóru að hittast í heimsfaraldrinum en fregnir bárust af sambandinu í apríl 2022. Það var svo í október í fyrra sem fregnir bárust af því að þau væru hætt saman. Þau hafa sagst vera góðir vinir og Pacino hefur sagt það af og frá að þau séu saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.